Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.9.2010 | 10:02
Ánægjuleg fölsun
Það kemur ríkisstjórninni vel að fá þessa frétt birta, núna þegar stéttarfélög eru að skoða kjarakröfur.
Ekki veit ég hvernig þeir hafa fundið þetta út. En hitt veit ég að verð á landsbyggðinni hefur hækkað meir 3,7% á sl 12 mánuðum.
Þessi frétt minnir á afkomutölur bankanna, mánuðina fyrir hrun.
![]() |
Minnsta verðbólga í þrjú ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 09:54
Þrándur í Götu
Það ríkti ekki svo lítill fögnuður á íslenskum verðbréfamarkaði þegar EIK var skráð hér.
Það er ekki annað hægt en að vorkenna Færeyingum sem alla tíð hafa litið upp til okkar.
Við höfum orðið þeim slæm fyrirmynd, og beinlínis hægt að rekja ófarir EIK til okkar ástsæla Kaupþingbanka eða hvað hann heitir hverju sinni.
Ég er ekki þjóðin, en vil samt biðjast Færeyinga afsökunar.
![]() |
Gríðarlegt tap hjá Eik banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 09:44
gullæðið liðið
![]() |
Vilja losna við Stefán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 06:00
Uppröðun og niðurstaða
Nú er það á valdi Forseta alþingis hvernig málið verður borið upp til atkvæða.
Má því búast við að Samfylkingar forsetinn, fyrrverandi Framsóknarkonan og skjólstæðingur Jóhönnu, beri fyrst upp samfylkingarráðherrana, þannig að sjálfstæðismenn geti ekki hefnt sín í kosningunum.
![]() |
Mjög tvísýnt um úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 05:53
Millifærslur
það er greinilegt að einhverjir eiga enn pening. Og þetta er í Íslenskum bönkum.
Þá er ótalið hversu mikið liggur á erlendum bankareikningum. Fjármagnseigendur hafa greinilega millifært yfir á erlenda reikninga. Þetta getur ekki verið eingöngu aukin eyðsla.
Það eru ekki allir íslendingar jafn eyðsluglaðir og Jón Ásgeir.
![]() |
70 milljarða samdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 05:41
Bakari hengdur meðan aðrir sleppa
Á meðan flest sveitafélög glíma við fjárhagsvanda, skilar Hafnarfjarðarbær afgangi á fyrri helmingi þessa árs.
Hvað gera svo kratarnir í Hafnarfirði.
Að sjálfsögðu láta þeir bæjarstjórann fara.
![]() |
Afgangur af rekstri Hafnarfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 05:36
Sigur-bankanna
Enn eitt fyrirtækið og ekki það síðasta lendir í vandræðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og græðgi og stífni bankanna.
Ég hafði skipt við þetta fyrirtæki í nokkur ár. Það var á sínum tíma keypt upp af Plastprent og selt svo aftur fyrrverandi starfsmönnum. Undir þeirra stjórn voru gerðar miklar umbætur á fyrirtækinu.
Með lygi og græðgi bankanna var lánum haldið að fólki og fyrirtækjum. Bankarnir létu í það skína að hagstæðustu lánamöguleikarnir væru að taka gengistryggð lán og reyndar bauðst ekkert annað.
Það sem almenningur vissi ekki var að bankarnir voru skipulega rændir að innan á kostnað viðskiptavina. Ráðgjafar bankanna voru á sérstökum bónusgreiðslum við afgreiðslu lána og hikuðu ekki við að fegra kosti þess að taka gengislánin.
![]() |
Sigurplast gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 05:18
Rottugengið
Össur ásamt rottugenginu (the ratpack) í samfylkingunni hefur tekist að snúa á Steingrím í ESB málinu.
Steingrímur samþykkti að fara í könnunarviðræður um ESB þátttöku en Össuri hefur tekist að breyta þessu í aðildarviðræður, með öllu því ferli sem það hefur í för með sér.
Um hvað á svo að kjósa, þegar allt regluverkið hefur verið aðlagað íslenskum lögum og reglum.
Össur hefur gullið tækifæri núna að kynna málstað okkar íslendinga varðandi Makrílinn, en lætur undir höfuð leggjast að gera það. Það gæti skaðað málsstað hans gagnvart ESB.
![]() |
Sakar Össur um að beita sér ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 05:05
leikræn bylting
Með aðstoð Kolbrúnar Halldórsdóttur er VG Reykjavík að færast frá formanninum og undirlægju hætti hans.
Grasrótin er að vakna aftur, sér loksins að ekkert hefur verið að gert. Það er ekki alltaf nóg að vilja sitja í stjórnunarstöðu, ef menn hafa ekkert til málanna að leggja.
Stjórn Jóhönnu og Steingríms hefur snúist um að koma Davíð úr seðlabankanum, koma á aðildar viðræðum við ESB og reyna að kenna einhverjum öðrum þingmönnum um hrunið.
Vinstri grænir og þeir sem stóðu að búsáhaldabyltingunni fyrir tæpum tveimur árum, þyrftu að fara í eigin naflaskoðun, kanna hvort virkilega hafi eitthvað komið út úr byltingunni.
Það getur ekki hafa verið markmið þeirra að koma að enn vanhæfari ríkisstjórn á kostnað heimilanna í landinu.
![]() |
Umskipti í stjórn VGR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2010 | 18:17
ESB og veiðkvótinn
ég vil nú benda á það að þegar nýjar auðlindir finnast í efnahagslögsögu landa þá er ekki spurt hver reynslan væri.
Ef frændum okkar Norðmönnum, finnst við vera frekir til veiða innan efnahagslögsögu okkar, væri hægt að benda þeim á að þeir höfðu enga olíuvinnslu reynslu þegar olía fannst á þeirra svæði, og ættu því ekki rétt á olíunni heldur Bretar.
Og þegar þeir sömdu við Rússa um Svalbarðseyjar og veiðiréttindi í Barentshafi var það sjálftaka á almennu hafsvæði en ekki landfræðilegur réttur.
Og hvaðan hefur ESB komið réttur til veiða á makríl. Er ESB strandríki, eða fiskveiðiþjóð eða eru þetta veiðiréttindi sem þeir hafa náð til sín af þeim ríkjum sem hafa myndað Efnahagssambandið og verður farið með okkar auðævi sem sameiginleg auðævi ESB þjóða ef við göngum þar inn.
![]() |
ESB lætur hart mæta hörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |