Sigur-bankanna

Enn eitt fyrirtækið og ekki það síðasta lendir í vandræðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og græðgi og stífni bankanna.

Ég hafði skipt við þetta fyrirtæki í nokkur ár. Það var á sínum tíma keypt upp af Plastprent og selt svo aftur fyrrverandi starfsmönnum. Undir þeirra stjórn voru gerðar miklar umbætur á fyrirtækinu.

Með lygi og græðgi bankanna var lánum haldið að fólki og fyrirtækjum. Bankarnir létu í það skína að hagstæðustu lánamöguleikarnir væru að taka gengistryggð lán og reyndar bauðst ekkert annað.

Það sem almenningur vissi ekki var að bankarnir voru skipulega rændir að  innan á kostnað viðskiptavina. Ráðgjafar bankanna voru á sérstökum bónusgreiðslum við afgreiðslu lána og hikuðu ekki við að fegra kosti þess að taka gengislánin.


mbl.is Sigurplast gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll og ganga lausir ennþá meðan stjórnvöld líta i hina áttina! Hvað gerum við aðhöfumst ekkert!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Það er alveg satt hjá þér, við skiptum enn við bankanna sem kúga okkur, verslum enn við glæpamennina sem rændu okkur, kúguð og svívirtu.

Ég var fyrir stuttu að reyna að finna leið til að sniðganga þá, en fann ekki þá leið. Hvort sem ég þarf að tryggja, kaupa mér bensín, ferðast, njóta afþreyingar eða kaupa eitthvað í matinn.

Guðmundur Paul, 28.9.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband