Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Opinberar aftökur og gapastokkar

Það getur verið varhugavert fyrir þingmenn að samþykkja að ákæra fyrrverandi eða jafnvel núverandi þingmenn.

Segjum sem svo að nú falli ríkisstjórnin og andstæðingar hennar komast til valda, þá gætu þeir auðveldlega í krafti meiri hluta á þingi skipað nýja rannsóknarnefnd og ákært núverandi ríkisstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og fyrir að láta undir höfuð leggjast að koma fólkinu í landinu til hjálpar.

Þannig gæti þetta gengið áfram í hvert sinn sem nýr meirihluti er myndaður.

Þetta sér Guðmundur Steingrímsson fyrir sér. Hann veit sem er að dómstóll götunnar er óvæginn og langminnugur. Faðir hans og afi hafa fengið að heyra álit alþýðudómstólsins, annar vegna nokkurra grænna bauna en hin vegna kollu greys, sem var hvort eð er að dauða komin.


mbl.is Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslpóstur

Enn einn ruslpósturinn inn um lúguna hjá íbúum stórborganna.

Við sem búum á landsbyggðinni fáum sem betur fer ekki önnur dagblöð inn um lúguna hjá okkur en þau sem við biðjum um.

Þetta er í sjálfu sér bæði gott og slæmt. Sum fyrirtæki auglýsa nær eingöngu í fríblöðum, kannski vegna núverandi og fyrrverandi eignatengsla, sem verður til þess að auglýsingar þeirra ná ekki til allra. 


mbl.is Nýtt helgarblað í frídreifingu í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óþekkt ástand ?

Er virkilega ekki til nein skrá í landinu um það hve mörg heimili eru komin í þrot. Er ekki til nein skrá yfir nauðungarsölu beiðnir.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að fela þessar upplýsingar, eða vill ríkisstjórnin ekki að þessar upplýsingar komi upp á yfirborðið.

Hefði peningum þingsins verið betur eytt í skýrslur um ástand þrotamála hins almenna borgara en í áróðursskjöl Steingríms og Jóhönnu.

Hefðu þessi skötuhjú sætt sig við svona feluleik væru þau í stjórnarandstöðu.


mbl.is Fjöldi beiðna óþekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sögulegar sættir !

Það er ánægjulegt að sjá hvað bankar eru reiðubúnir að hvítþvo stór skuldarana á sama tíma og þeir fara offorsi gegn fórnarlömbum kreppunnar.

Það er kannski ekkert undarlegt við það..

Í bönkunum starfar enn sama fólkið og tók við molunum sem hrutu af borðum stórveislunnar.

Endurskoðendur bankanna eru enn þeir sömu og skrifuðu upp á falsaða reikninga.

Lögfræðingar bankanna eru enn hinir sömu og voru áður, þeir græða bara enn meir.

Á meðan er ríkisstjórnin og þingið á fullu að finna einhvern blóraböggul og vilja helst hengja enn einn bakara ræfilinn.

Hins vegar held ég að þeir hafi lesið bloggið mitt frá því í síðustu viku þar sem ég hvatti þá til að semja um eingreiðslu dagsetta 31.12.2012.

 


mbl.is Ágúst nær sátt í skuldamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ljós í tilverunni

Það leynast einstaka góðar fréttir inn á milli hörmunga fréttanna.

Ég vil senda þessari fjölskyldu mínar bestu kveðjur um bjartari framtíð


mbl.is Bjargaði lífi stóru systur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fall er fararheill

Það á ekki af Vestamanneyingum að ganga í samgöngumálum þeirra.

Óvenju óblíð veðurskilyrði, hafa sett mark sitt á þetta nýja samgöngu mannvirki.

Vonandi fer þessum hörmungum brátt að linna og höfnin komist sem fyrst í samt lag. Þetta eru gríðarlegar bætur í samgöngumálum eyjanna.

Ég lenti sjálfur í því fyrir mörgum árum, að það tók Herjólf hátt í klukkutíma að leggjast að bryggju í Eyjum vegna mikils hafróts í höfninni.

Ekki veit ég hversu mikill peningur sparast á hverri ferð í Landeyjar miðað við ef siglt yrði til Þorlákshafnar.

Við megum ekki heldur gleyma því að þegar núverandi höfn var gerð í Þorlákshöfn var líka talað um kostnaðinn við þá gerð. Og höfnin var sú dýrasta sem þá hafði verið gerð.


mbl.is Ferð Herjólfs fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skammast sín fyrir vinstri stimpilinn

Nú er að farið að fjúka í flest skjól. Meira að segja Verkamannaflokkurinn breski er farinn að skammast sín fyrir vinstri stimpilinn.

Bretum þótti á sínum tíma Verkamannaflokkurinn vera orðin æði Íhaldssamur og halla sér um of að Kananum. Krafa margra vinstrimanna var sú að að flokkurinn hætti þessu daðri við auðvaldið.

Nú kemur út yfirlýsing frá nýja leiðtoganum að hann ætli að halda áfram að styðja hægri öflin í Bandaríkjunum.

Þetta er kannski ekkert undarlegt. Það eru orðin mörg ár síðan gamla ljónið var farið að missa tennurnar.

Við Íslendingar áttum okkar þátt í því að niðurlægja þetta forna heimsveldi. Sigruðum þá í þremur orrustum og erum þessa stundina að toga í síðustu tönnina sem er eftir. 


mbl.is Engin vinstrisveifla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kominn tími á hvíld

Eiður og Þórólfur Beck eiga það sameiginlegt að vera ofmetnustu knattspyrnumenn íslandssögunnar. Ég held að við ættum að spara okkur símtalið til hans fyrir næsta landsleik
mbl.is Eiður Smári sem fyrr á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að ná til Davíðs, sama hvaða brögðum verður beitt

Enn einu sinni reynir vanhæf ríkisstjórn að þyrla upp ryki til að leyna eigin vanhæfni.

Hvernig væri að snúa sér að því sem raunverulega skiptir máli.

Ef skip ferst úti á sjó, hvort á þá að einbeita sér að bjarga fólkinu eða draga skipsstjórnarmenn til ábyrgðar ?. Eða kannski þann sem hannaði skipið ?

Látum af þessari haturspólitík  VG og Samfylkingarinnar.


mbl.is Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpnum stolið, var þetta þá glæpur innan bankakerfisins

Kannski kemst Europol að því að þarna hafi verið framinn glæpur.

Þeim sem hafa haldið því fram að glæpur hafi verið framinn í bankakerfinu fer hægt fjölgandi.

Kannski að það birti aðeins til í röðum VG þegar þeir sjá að glæpur hafi verið framinn innan bankakerfisins.


mbl.is Europol rannsakar Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband