Uppröðun og niðurstaða

Nú er það á valdi Forseta alþingis hvernig málið verður borið upp til atkvæða.

 Má því búast við að Samfylkingar forsetinn, fyrrverandi Framsóknarkonan og skjólstæðingur Jóhönnu, beri fyrst upp samfylkingarráðherrana, þannig að sjálfstæðismenn geti ekki hefnt sín í kosningunum.


mbl.is Mjög tvísýnt um úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hef grun um að tillagan verði felld og ráðherrar þar með sýknaðir af allri ábyrgð. Þá stendur eftir sú nöturlega staðreynd að almenningur á Íslandi situr uppi með ábyrgðina og skal fá að borga brúsann þótt hann eigi enga sök á hruninu og átti enga möguleika á að verjast árásum stjórnmálamanna og þess illþýðis sem stal öllum peningum fólks hér á landi, í Bretlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að engir blæða fyrir glæpinn nema almenningur. Og almenningur er vís til að rífast og skammast en gera ekkert í málinu ...frekar en fyrri daginn.

corvus corax, 28.9.2010 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Reyndar grunar mig það líka. Ég er samt ekki sammála þér að þess vegna verði þjóðin að borga Icesave skuldirnar. Enda er ég ekki viss um að það hafi verið ástæðan til kæru og fjórmenningarnir eru líklega ekki borgunar menn fyrir skuld bankanna. Ég hefði heldur viljað að dómstólar yrðu fullbókaðir vegna málssókna á hendur hinum raunverulegu bankaræningjum en að þeir væru tepptir vegna skuldamála Íslendinga eða vanhæfis ákæru á hendur stjórnmálamönnum.

Guðmundur Paul, 28.9.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband