leikræn bylting

Með aðstoð Kolbrúnar Halldórsdóttur er VG Reykjavík að færast frá formanninum og undirlægju hætti hans.

Grasrótin er að vakna aftur, sér loksins að ekkert hefur verið að gert. Það er ekki alltaf nóg að vilja sitja í stjórnunarstöðu, ef menn hafa ekkert til málanna að leggja.

Stjórn Jóhönnu og Steingríms hefur snúist um að koma Davíð úr seðlabankanum, koma á aðildar viðræðum við ESB og reyna að kenna einhverjum öðrum þingmönnum um hrunið.

Vinstri grænir og þeir sem stóðu að búsáhaldabyltingunni fyrir tæpum tveimur árum, þyrftu að fara í eigin naflaskoðun, kanna hvort virkilega hafi eitthvað komið út úr byltingunni.

Það getur ekki hafa verið markmið þeirra að koma að enn vanhæfari ríkisstjórn á kostnað heimilanna í landinu.


mbl.is Umskipti í stjórn VGR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband