Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.9.2010 | 07:49
Agnes og Geir
Nú hefur Atli sjálfsagt séð það sjálfur hve lítið er að treysta vinum sínum í Samfylkingunni. Reyndar eru þingmenn ekki á eitt sáttir hvernig meðhöndla eigi valdið.
VG sem allir kusu eins segja að Sjálfstæðismenn hafi kosið skv flokkslínu. En hvað þá með þá sjálfa, ég held frekar að flestir Alþingismenn hafi kosið skv sannfæringu sinni, nema þá helst nokkrir krata/allaballar sem vildu frekar draga andstæðinga sína fyrir dóm en eigin flokksmenn.
Nú er Atli reyndar farinn að efast um að meiri líkur en minni séu fyrir sektardómi og bíður sig fram verðandi sakadómara til aðstoðar.
Í síðustu aftökunni á Íslandi, átti Björn Blöndal sýslumaður erfitt með að fá böðla til að höggva Agnesi, en breyting hefur orðið á hér á landi, nú vill stór hópur höggva án dóms og laga.
![]() |
Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 07:35
allar syndir hafa verið þvegnar af honum
Nú hafa nokkrir Samfylkingar þingmenn ákveðið að hvítþvo Björgvin.
Þar með er málið dautt og fyrrverandi bankamálaráðherra kemur aftur til þings. Hvítþveginn eins og ungabarn, ásakaður með fæstum atkvæðum samþingmanna sinna.
Guðni Ágústsson hefur stundað það undanfarin misseri að finna núlifandi Íslendinga með samsvörun úr Njálssögu.
Mikið er hlíðin fögur og ég fer ekki rassgat, gæti verið samsvörun milli bóndans á Hlíðarenda og bóndans í Skarði undir hlíðinni.
![]() |
Björgvin kemur aftur inn á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 11:54
Ekki er allt sem sýnist
Á sama tíma og þinglið VG, reynir að fela úrræðaleysi sitt í stjórninni með því að þyrla upp ryki, gera minni spámenn með Kolbrúnu og Hjörleif í fararbroddi uppreisn.
Þetta hljóta að vera skilaboð til Steingríms um að ekki séu allir ánægðir með störf þeirra á þingi og þær áherslubreytingar þeirra.
![]() |
Flókin blanda margþættra átaka hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 11:42
Skammgóður vermir að pissa í skóna
Það verður ekki af þingmönnum Samfylkingarinnar skafið, að lítið gleður vesælan.
Það gleður Jónínu Rós að geta tekið þátt í pólitískri aðför að fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum. Þingmenn sem ekkert af gert á þingi samfélaginu til gagns, stæra sig nú af því að hafa getað komið einum af andstæðingum sínum fyrir dómstóla.
Það verður svo Landsdóms að fjalla um kærur Jónínu, Vinstri Grænna og Hreyfingarinnar. Vonandi verður sá dómur ekki í skotgrafa stíl og réttlátur dómur kveðinn upp á pólitísks ívafs.
Jónína Rós hefur ekki lengi verið á þingi og man kannski ekki eftir því þegar samflokksmenn hennar stærðu sig af því að hafa verið upphafsmenn útrásarinnar og að aldrei hefði orðið þessi glæsilega útrás ef Alþýðuflokkurinn (forveri Samfylkingarinnar) hefði ekki stuðlað að því að koma okkur í EFTA á sínum tíma.
Vissulega hefur enginn flokkur á Íslandi verið jafn spilltur og Alþýðuflokkurinn og þýðir lítið fyrir núverandi Samfylkingu að afneita honum.
Það getur verið þægilegt að afneita fortíðinni þegar það hentar.
Ég vil vitna í Jón Baldvin Hannibalsson og segja að það er skammgóður vermir að pissa í skóna.
![]() |
Kaus öðruvísi og er stolt af því segir Jónína Rós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 08:12
Útrásarvíkingar
Útrásarvíkingurinn Össur vill núna í nýja útrás og þetta sinn til Afríku á sama tíma og vinur hans og flokksbróðir boðar útrás til Kína.
Samfylkingin er tvímælalaust það stjórnmálaafl sem hefur ýtt hvað mest undir útrás. Löngu áður en nokkrum manni varð það ljóst að bankakerfið hér var byggt á sandi hrósuðu þessir menn sér af því að eiga stærstan þátt í því að bankarnir stæðu sig svona vel á fjármálamörkuðum heimsins. Og væri allt því að þakka að Ísland gekk í EES á sínum tíma.
Þegar betur er að gáð, er þetta alveg kórrétt hjá þeim. Og með inngöngu í ESB verður enn auðveldara að koma hugmyndum um ofur getu okkar á framfæri.
Nú er bara spurning hvort ekki væri rétt að fá þessa ofurhuga íslenskrar fjármálastefnu til að fjárfesta í þessum hugmyndum leiðtogana.
![]() |
Össur boðar orkuútrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 05:48
með lögum skal land byggja og ólögum eyða
Mál Geirs fyrir Landsdómi á eftir að draga dilk á eftir sér. 5 hæstaréttardómarar og dómstjóri verða eingöngu bundnir við Landsdóm næstu mánuði og geta því ekki sinnt öðrum störfum á meðan.
Það er engin furða að skrifstofustjórinn hafi af því áhyggjur. En búast má við því að fjölda mála verði skotið til Hæstaréttar á næstunni. Mál sem varða hag íbúa landsins.
Til að létta á Hæstarétti hefur komið til tals að koma á millidómsstigi, en þetta mál, mun ekki minnka það vinnuálag sem nú þegar er á þeim.
![]() |
Högg á starfsgetu Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 05:34
Pólitískur loddari aka Agrippina
Ólína er ákaflega skörulegur kvenmaður með fastmótaðar skoðanir á öllu og öllum.
Hún er líka sjálfri sér samkvæm.
En spurningin er, hvort það sé rétt að vera svo pólitískt blind á umhverfið að það teljist réttlætanlegt að kasta andstæðingum sínum fyrir ljónin, sjálfum sér til skemmtunar en hylma yfir samfélögum sínum.
Ólína ásamt félögunum sínum í Samfylkingunni sem fannst sjálfsagt að ákæra Geir og Árna en sleppa Björgvini verður seint bjargað úr hinni pólitísku rétthugsun sem þau ástunda.
![]() |
Greiddi atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 05:20
Bessastaðabóndinn og járnskalli
Alltaf bíður maður nú orðið spenntur eftir þessum ríkisráðsfundum.
Þar koma saman fulltrúar vinstri elítunnar með forsetann í fararbroddi.
Alltaf á maður von á því að eitthvað gerist. En nú er sérstök ástæða til að hlakka til. Þarna mætast gamlir félagar úr pólitíkinni að viðbættum nýjum jámönnum.
Skyldi Steingrímur ekki hugsa til þess hversu gaman það væri að ákæra gamlan vopnabróður fyrir hans hlut í hruninu.
![]() |
Ríkisráðsfundur á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 05:11
Ber er hver að baki nema bróður eigi
Enn einu sinni sýnir Heilög Jóhanna sitt rétta innræti. Hún hefði alveg verið tilbúin að draga Ingibjörgu fyrir dóm. En óttaðist þá að hún gæti fylgt eftir.
Það er dálítil mótsögn í þessu hjá vesalings konunni. Sbr niðurstöður frá Atla nefndinni, hefði hún sem fagráðherra átt að bera ábyrgð á þessari undirskrift og þar af leiðandi átt að vera í þeim hópi sem kosið var um.
Ekki má gleyma því að eftir að Ingibjörg veiktist, þá tóku þau 4, Jóhanna, Össur, Björgvin og Kristján að sér samábyrgð á verkefnum Ingibjargar.
Nú hefur verið mótuð og staðfest ný pólitísk lína í störfum Alþingis. Sigurvegarar, hverju sinni munu draga pólitíska andstæðinga sína fyrir landsdóm. Sigurvegarar munu rannsaka og ákæra og kjósa í dóm.
Þannig verður hægt að grugga yfirborðið í þeirri von að ekki sjáist hvað verið er að gera undir yfirborðinu.
![]() |
Gaf ekki samþykki fyrir undirritun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 17:51
Guð blessi þing og þjóð
Það kom ekki á óvart hvernig hvernig atkvæði flokkana skiptust. Hitt kom á óvart hvernig ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar breyttust í varðhunda pólitískrar rétthugsunar þegar kom að því að kjósa um samflokksmenn annarsvegar og pólitíska andstæðinga hins vegar.
Það var líka eftirtektarvert að sjálfstæðismenn voru sjálfum sér samkvæmir sama um hvern var kosið.
Nú er niðurstaða þingsins að einungis beri að kæra fyrrum forsætisráðherra fyrir vítavert gáleysi og beinlínis hafa stuðlað að hruni bankanna, en efnahagsráðherrann, ráðherra bankanna og fjármálaeftirlitsins beri þar enga sök.
Það verður fróðlegt að fylgjast með rannsókninni fyrir dómi og niðurstöðum fjölskipaðs dóms, þar sem 7 reyndustu hæstaréttardómarar landsins og 8 pólitískt skipaðir dómarar koma saman.
Nú hefur Ísland skipað sér í hóp þeirra ríkja sem stunda pólitískar ofsóknir.
Þór Saari, sem er í raun fulltrúi anarkista, hefur boðað að kjósa skuli til þings strax. Það er líkast til von hans að fram komi hópur grínista og anarkista sem hljóti samskonar fylgi og Gnarristar í borgarstjórnar kosningunum.
![]() |
Mál höfðað gegn Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)