Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.10.2010 | 10:01
Hreinsanir framundan
Samfylkingin á erfitt um þessar mundir og er ekki séð fyrir endann á þeim erfiðleikum.
Plottið snerist upp í andhverfu sína, og línur milli ólíkra hópa hafa skýrst.
Jóhanna átti að vera sameiningartákn flokksins, sem samanstendur af gömlum sófakommum, krötum allskonar, kvennalista kerlingum og vinstri Framsóknarmönnum og aðallega stofnaður um Ingibjörgu Sólrúnu.
Af þessum litlausa flokki hrynja nú fjaðrirnar og sameiningartáknið átti svo að draga fyrir dómara.
Þessi aðför minnir um margt á hreinsanir gömlu kommanna í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra á 20. öld.
![]() |
Samfylking við suðumark |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 09:50
Álkrónur
![]() |
16 milljarðar og 150 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 03:35
sá yðar sem syndlaus er............
Ögmundur segir ekkert persónulegt við það að persónugera hrunið.
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra, keypti hann í nafni íslenska ríkisins hugbúnað af gjaldþrota fyrirtæki, sem hét, ef ég man rétt Hvítt og Svart (leiðrétting vel þegin) sem tengdist fjölskyldu Ögmundar.
Þessi hugbúnaður var því miður ekki nothæfur ríkinu og var því hrein björgunaraðgerð fyrir þá sem höfðu skrifað uppá ábyrgðir fyrir fyrirtækið.
![]() |
Ekki með neina sleggjudóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 03:25
Stórgróði bankanna
Gömlu bankarnir sem hrundu allir með skelfilegum afleiðingum, fullyrtu að hagnaður þeirra væri kominn erlendis frá.
Nú eru nýju bankarnir komnir í sama kapphlaupið um afkomutölur og sýna allir hagnað frá 8-9,5 milljarða hagnað eftir skatta á fyrri helmingi ársins.
Þessir bankar eru ekki í útrás þannig að hagnaðurinn hlýtur því að vera vaxtamunur á innláns og útlánsvöxtum auk gríðarlega hárra þjónustugjalda.
![]() |
9,4 milljarða hagnaður Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 03:16
Atvinnumenn mættir
Þá eru atvinnu mótmælendurnir farnir að flykkjast til landsins aftur.
Lóa er komin frá Danmörku og ætlar að leika sama leikinn og síðast.
Ekki er hún þó viss um að kjósa VG í þetta sinn, sem bendir til þess að síðasta bylting skilaði ekki þeim væntingum sem til hennar voru gerðar.
Nú vantar bara Hörð Torfa, Sturlu og félaga og góðan fréttamann með nóg af eggjum og þá byrjar ballið aftur nákvæmlega á sama stað og það endaði síðast.
Það er búið að gefa þessari ríkisstjórn 500 daga.
![]() |
Ekki hlúð að venjulegu fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 03:05
Þjóðstjórn
Þjóðstjórn er stjórn allra flokka sem eiga þingmenn.
Utanþingstjórn er hinsvegar ríkisstjórn sem skipuð er mönnum utan þings, en verður samt að treysta á stuðning þeirra þingmanna sem kosnir hafa verið.
![]() |
Alþingi í sandkassaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 02:58
Vér mótmælum allir
Nú má búast við því að hrina mótmæla bresti á.
Ekki er óeðlilegt að fólk sem í tæp tvö ár er búið að þegja yfir framferði ríkisstjórnarinnar, sé búið að fá nóg.
En hvað kemur til með að breytast ?
Sennilega ekki neitt. En það versta sem gæti hent okkur er að boðað verði til nýrra kosninga. Þann tíma sem sem það tekur að boða til nýrra kosninga, semja um meirihluta og það sem því fylgir tekur tíma sem við höfum ekki.
Réttast væri að þjóðstjórn tæki við og andskotaðist til að gera eitthvað.
![]() |
Fólk bíður eftir nýju afli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 00:03
Ísland í dag
![]() |
Námu konu á brott í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 08:13
þetta tekur engan endi
Ekki geta Íslendingar búist við einhverjum árangursríkum aðgerðum frá ríkisstjórninni á næstu misserum.
Fyrstu dagarnir á þingi munu fara í karp um niðurstöðu ákærunefndar Atla og síðan kjör saksóknara í máli Geirs Haarde. Einnig eiga VG eftir að gera upp kosninguna og Samfylkingin mun fara undan í flæmingi eins og alltaf. Ekki verður andrúmsloftið þægilegra á krataheimilinu þegar Björgvin mætir á svæðið.
Þeir Íslendingar sem vonast til leiðréttingar sinna mála verða enn um sinn að bíða.
![]() |
Hrina af uppboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 08:05
Erfitt framundan hjá Samfylkingunni
Ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar meta flokkslit meira en sannfæringu. Og hefur þetta skapað reiði ekki bara innan þings, heldur líka úti í samfélaginu of ekki hvað síst meðal eigin flokksmanna.
Að komast að því að bankamálaráðherrann sé ekki sekur í aðdraganda bankahruns heldur forsætisráðherra einn sýnir ekki uppgjör þings við hrunið, heldur lýsir frekar karakterum þessara þingmanna Samfylkingarinnar.
Þau rök að Björgvini hafi verið haldið frá upplýsingum á þessu tímabili, verði þá frekar sakfelling á meðráðherra hans í Samfylkingunni, þeim Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu, Össuri og Kristjáni.
Það er greinilegt að Samfylkingin á langt í land að gera upp sín mál.
![]() |
Ískalt viðmót á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |