Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.9.2010 | 06:59
Í grænni lautu þar geymi ég hringinn
Borgarahreyfingin er afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Hvar er þetta fólk nú. Ekki heyrist múkk eða stuna frá því fólki sem var í framliðasveit byltingarinnar veturinn 2008-9.
Borgarahreyfingin kom 4 mönnum á þing sem öll hafa síðan yfirgefið móðurfélagið og jafnvel einn þeirra tekið ástfóstri við fjórflokka kenninguna.
![]() |
Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2010 | 06:36
Eldfjallavirkni
Á síðustu 40 árum hafa Vatnajökull (Bárðarbunga) og Hekla verið virkustu eldstöðvarnar á Íslandi. Hekla hefur gosið á 10 ára fresti en ekki verið sama regla á gosum í Vatnajökli.
Gosið í Heklu 1970 markaði þessi tímamót en þó má allt eins fara 7 árum aftar í tíma þegar Surtseyjargosið hófst. Katla hafði að meðaltali gosið á 50 ára fresti en Hekla hinsvegar á 100 ára fresti. Þegar gosið hófst á Heklusvæðinu í maí 1970 áttu menn því frekar von á því að Katla léti á sér kræla.
Nú er hinsvegar spurningin hvort þessi mikla gosvirkni á suðurlandi sl 40- 50 ár tengist ekki að einhverju leiti Kötlu og þrýstingurinn minnki á henni þegar gos verður annarsstaðar
![]() |
Snarpur jarðskjálfti á Vatnajökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 14:28
að hlaupast undan merkjum
Ekki get ég verið Birni sammála að þessu sinni. Að efna eina ferðina enn til kosninga, er bara ávísun á það eitt, að öllum aðgerðum til bjargar heimilum í landinu verður enn og aftur slegið á frest.
Geir H Haarde bað guð að hjálpa íslensku þjóðinni þegar hrunið varð staðreynd.
Ég vil einnig biðja guð að hjálpa okkur, ekki bara okkur sem landið byggja, heldur og ekki síður þeim ráðamönnum sem ráfa um auðnina blindir af hatri og sjá ekki skóginn fyrir trjám.
Hvað er meir áríðandi en að bjarga þeim fjölskyldum sem eru að missa allt sitt. Gefa fólkinu í landinu færi á að sjá ljósið.
Skammist ykkar nú til að hætta þessum endalausa ágreiningi um keisarans skegg, snúið bökum saman. oft er þörf en nú er nauðsyn.
![]() |
Skynsamlegast að rjúfa þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 14:14
það átti enginn von á öðru
alþinginu ríður.
Úrslit þess er afdæming
allur sér það lýður.
![]() |
Ekki tillaga um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 02:42
Íslenskaríkið versus Moodies
![]() |
Norski seðlabankinn í mál við Citigroup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 02:38
Neyðarleg staða
![]() |
Segjast hafa kosið rangan flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 02:31
Skjaldborg Jóhönnu og Steingríms
Það er alveg til háborinnar skammar hvernig ríkisstjórnin, hin tæra vinstristjórn, hefur látið valta yfir þegna landsins án þess að lyfta litla putta þeim til hjálpar.
Gera ráðamenn sér ekki grein fyrir því, hvaða afleiðingar svona aðgerðir hafa á fólkið sem lendir í þessu.
Að missa heimilið sitt er ekki bara að missa hús, heldur einnig ævisparnað, sjálfsvirðingu og jafnvel fjölskyldu ef ekki lífið.
Einhvern tímann hefði maður ekki trúað því, að flokkar þeirra sem minna mega sín væru svona sofandi gagnvart velferð fólksins í landinu
![]() |
Fjöldi heimila á uppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 02:20
Og þetta þykir frétt?
í sveitastjórnar kosningum í vor fengu Múmínálfarnir tæp 50% atkvæða í kosningu í Reykjavík
![]() |
120 kusu Andrés Önd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 02:15
Úr kjaftinum streymir fánýtt raus/ fávitakvarnir skrölta í haus
Þegar Jónas á Hriflu var að byrja í pólitíkinni, á árdögum sjálfstæðis landsins, sá hann fyrir sér tveggja flokka kerfi að breskri fyrirmynd.
Til að koma þessum hugmyndum sínum á koppinn stofnaði hann tvo pólitíska flokka. Framsóknarflokkinn (bændaflokk) og Jafnaðarmannaflokk (verkamannaflokk).
Núna 100 árum síðar erum við með þennan jafnaðarmannaflokk margklofinn (eða geðklofinn, eins Helgi Tómasson vildi meina að Jónas væri).
Össur biður heiminn afsökunar á framferði Íslendinga og viðrar jafnframt sinni eigin skoðun um ábyrgð allt annarra manna en þeirra glæpamanna sem dyggast hafa stutt flokk hans í gegnum tíðina.
Þegar Össur kennir kapítalísku kerfi um hrun bankanna, þá er hann að tala fyrir eigin munn en ekki fyrir samþykktum Alþingis, ekki fyrir niðurstöðum Rannsóknarnefndarinnar og ekki fyrir niðurstöðu Þingmannanefndarinnar.
Össur hefur allatíð verið þeirri náttúru gæddur að í hvert sinn sem hann opnar munninn streymir froðan út úr honum eins og eitur úr höggormi.
Andlitið eins og úldin hvelja/ út standa flettar nasirnar/ úr kjaftinum streymir fánýtt raus/ fávitakvarnir skrölta í haus
![]() |
Íranar þyrmi lífi Ashtiani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 01:48
ánauð með 400 ára millibili í sögu þjóðar
Skjaldborg Jóhönnu um heimilin í landinu voru skv fréttum fyrst og fremst skjaldborg um hana sjálfa.
Fela þau spor sem hún steig í ríkisstjórn Geirs H Haarde. Nú er Jóhanna óttaslegin yfir framgangi mála og greinilegt að Ingibjörg Sólrún ætlar sér ekki að taka á sig alla sök ef þá nokkra.
Þegar þingnefndin var skipuð var það von vinstrimanna að Davíð yrði dreginn fyrir dómstóla og látinn bera alla ábyrgð. Þessi von þeirra dvínar jafnt og þétt. Um leið og æsingurinn er farinn af mönnum, gera þeir sér grein fyrir því raunverulegir glæpamenn í þessu stærsta ráni íslandssögunnar voru að sjálfsögðu eigendur og stjórnendur bankanna.
Þeir einir sem enn standa fastir á því að Davíð og sjálfstæðismenn beri alla ábyrgð á falli bankanna, eru þeir sem er auðtrúaðastir já menn VG og byltingaarms samfylkingarinnar. Íslendingar ná aldrei að rísa uppúr vesaldómnum á meðan þeir horfa blindir á vanmátt núverandi ríkisstjórnar til bjargar íslenskum heimilum, á meðan samfylkingin með dyggum stuðningi VG leitar allra leiða til að koma þjóðinni í ánauð ESB og á meðan þeir reyna að koma ábyrgðinni á hruninu á pólitíska andstæðinga sína.
Um 874 koma fyrstu nýbúarnir til landsins á flótta undan ánauð, um 400 árum síðar um 1262 er íslendingar komnir undi stjórn Noregskóngs aftur, um 400 árum síðar á 17. öld, er sett á íslendinga einokunarverslun og 400 árum eftir það um 2010 leggja vinstrimenn allt kapp á það að koma okkur eina ferðina enn undir erlenda valdstjórn.
![]() |
Skrifaði undir fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |