sögulegar sættir !

Það er ánægjulegt að sjá hvað bankar eru reiðubúnir að hvítþvo stór skuldarana á sama tíma og þeir fara offorsi gegn fórnarlömbum kreppunnar.

Það er kannski ekkert undarlegt við það..

Í bönkunum starfar enn sama fólkið og tók við molunum sem hrutu af borðum stórveislunnar.

Endurskoðendur bankanna eru enn þeir sömu og skrifuðu upp á falsaða reikninga.

Lögfræðingar bankanna eru enn hinir sömu og voru áður, þeir græða bara enn meir.

Á meðan er ríkisstjórnin og þingið á fullu að finna einhvern blóraböggul og vilja helst hengja enn einn bakara ræfilinn.

Hins vegar held ég að þeir hafi lesið bloggið mitt frá því í síðustu viku þar sem ég hvatti þá til að semja um eingreiðslu dagsetta 31.12.2012.

 


mbl.is Ágúst nær sátt í skuldamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband