skammast sín fyrir vinstri stimpilinn

Nú er að farið að fjúka í flest skjól. Meira að segja Verkamannaflokkurinn breski er farinn að skammast sín fyrir vinstri stimpilinn.

Bretum þótti á sínum tíma Verkamannaflokkurinn vera orðin æði Íhaldssamur og halla sér um of að Kananum. Krafa margra vinstrimanna var sú að að flokkurinn hætti þessu daðri við auðvaldið.

Nú kemur út yfirlýsing frá nýja leiðtoganum að hann ætli að halda áfram að styðja hægri öflin í Bandaríkjunum.

Þetta er kannski ekkert undarlegt. Það eru orðin mörg ár síðan gamla ljónið var farið að missa tennurnar.

Við Íslendingar áttum okkar þátt í því að niðurlægja þetta forna heimsveldi. Sigruðum þá í þremur orrustum og erum þessa stundina að toga í síðustu tönnina sem er eftir. 


mbl.is Engin vinstrisveifla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband