Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.9.2010 | 11:33
Þjófsnautar
Með þessu áframhaldi mun markaðsverð íbúða í Reykjavík lækka enn frekar.
Fleiri bankar og lánastofnanir eru í startholunum með að setja sínar íbúðir á sölu.
Flestar þessar íbúðir eru ránsfengur og er því óheimilt skv íslenskum lögum að setja þær á markað. Og eru heimildarúræði fyrir því í lögum að taka þær aftur af þjófsnautum án þess að til endurgreiðslu komi
![]() |
Arion banki setur 79 íbúðir í sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 11:24
Unwomen, áhugaverð ráðstefna
Ég hef nú litla trú á að hún hafi eitthvað til málanna að leggja.
En kannski sjá þessar konur eitthvað við hana sem ég sé ekki.
Það segir kannski allt nafnið á þessari ráðstefnu
![]() |
Jóhanna á ráðstefnu kvenleiðtoga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 11:18
Smáfuglarnir
Meira að segja Breta drottning fer ekki varhluta af niðurskurði.
En það er orðið hart í ári hjá smáfuglunum, þegar drottning Englaveldis þarf orðið að styðja sig við betlistaf.
Ekki fyrir svo löngu síðan var hún ríkasta kona Evrópu. En eftir að hafa sett allt sitt traust á Björgólfana og Icesave, er hún nú farin að stunda súpueldhúsin.
Mikil er skömm okkar að hafa farið svona illa með gamla og góðhjarta konu.
úpps var rétt búinn að gleyma að setj broskarl á eftir þessu
![]() |
Óskaði eftir fátæktarniðurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 11:10
Street view
![]() |
Grunsamlegir menn taka myndir af húsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 09:09
Martröð Þjóðverja
Þrátt fyrir ágætan hagvöxt í Þýskalandi, hækka innfluttar vörur gríðarlega.
Hver skyldi svo ástæðan vera. Er það vegna mikilla hækkana í ESB, eða er þetta auka skattur sem Þjóðverjar greiða að kröfu samstarfsþjóða sinna í ESB.
Ekki er hægt að tala um breytingu á gengi milli gjaldmiðla.
Það er greinilegt að sá stöðugleiki sem marga dreymir um getur verið martröð
![]() |
Mikil verðhækkun á innfluttri vöru í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 08:57
Frostavetur
Þingflokkur Jóhönnu er klofinn í afstöðunni til ákæranna.
Enda engin furða. Atli og nefnd hans hafði ekki þann tíma sem þurfti til að kanna alla þá sem stjórnuðu fyrir hrun.
Ef niðurstaða þingsins verður sú að ákæra í málinu verður erfitt að horfa framhjá þeim sem hefðu eða hefðu mátt vita, með tilvísun í lög um þjófsnauta og yfirhylmingu.
Þá er átt við alla þá sem voru í ríkisstjórninni.
Og ekki er víst að sjálfstæðismenn kjósi gegn tillögunni um að kæra Ingibjörgu ef áður verður búið að samþykkja kæru á Geir.
Og hver sem niðurstaðan verður er viðbúið að þrútið loft svífi yfir Alþingi í vetur.
![]() |
Samfylkingin á völina og kvölina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 08:47
Rannsóknarnefnd
Störf ríkisstjórnar Heilagrar Jóhönnu og Steingríms Þingeyings, mætti alveg skoða á sama hátt og störf fyrri stjórnar.
Það væri tildæmis hægt að setja á laggirnar nefnd undir forystu Birgis Ármannssonar og kanna störf núverandi ríkisstjórnar.
Það væri líka hægt að skipa í sannleiksnefnd sem skoðar (glæpsamleg)störf núverandi ríkisstjórnar, hvort hún hafi látið undir höfuð leggjast að bjarga heimilum og fólki í landinu frá örebyrgð.
Það mætti einnig kanna hvort misskipting gæða hafi ekki enn aukist, en núna löglega.
Það ætti sérstaklega að rannsaka, hvort Jóhanna og Steingrímur, hafi eða hafi mátt vita, og hvort þau hafi upplýst alla hlutaðeigandi og hvort þau hafi tekið ranga ákvörðun með því að boða til kosninga í stað þess að bregðast við vandanum og þá sérstaklega Steingrím sem vissi allt um það hvernig bregðast ætti við, áður en hann varð ráðherra.
![]() |
Alvarleiki draup af andlitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 08:34
Afleiðingar vinstri stjórna
Í litlu kreppunni í byrjun 10. áratugarins, eftir misheppnaða vinstri stjórn, var vísitalan tekin úr sambandi gagnvart launum.
Verðlag hélt áfram að hækka en laun stóðu í stað, og krónan féll.
Afleiðingar þessa voru þær að hjálparstofnanir, tóku það til bragðs að úthluta mat til þeirra sem minna máttu sín.
Nú þykir alveg sjálfsagt að sækja sér þangað mat og annað og spara sér þannig smáútgjöld. Þannig festist þetta í íslensku þjóðlífi allri þjóðinni til skammar.
Til er fólk og jafnvel heilu fjölskyldurnar sem ekki hafa neina atvinnu eða takmarkaðar bætur og hefur þess vegna takmarkaða möguleika til að leyfa sér það sem öðrum þykir sjálfsagt.
Eldra fólk dregur saman við sig, herðir sultarólina, en fjölskyldur með börn á framfærslu eiga erfitt með að útskýra fyrir börnunum hvers vegna þau fái ekki það sama og vinirnir.
Ofan á þetta bætist oft óregla og (þar af leiðandi) veikindi, sinnuleysi og félagsleg einangrun foreldranna.
1985, þegar Geir Hallgrímsson tók við stjórnartaumunum var hans fyrsta verk að setja lög um láglaunabætur, þrátt fyrir 3ja ára ríkisstjórnarsamstarf vinstri flokkanna.
Það mætti hér einnig minnast á hafta stjórnina sem hrökklaðist frá völdum 1958, og ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, sem hrökklaðist frá völdum í lok 5ta áratugarins.
Þegar þessi ríkisstjórn, hin tæra vinstristjórn, hrökklast frá völdum, verður enn erfiðara að bjarga þjóðinni.
Steingrímur og Jóhanna, þó svo það sé alveg að verða of seint að bjarga þjóðinni, þá myndi ekki skaða að setja sig í aðrar stellingar og GERA EITTHVAÐ, velferðarkerfið er hrunið, margar fjölskyldur að missa allt sitt og flýja land, meðan gæluverkefnum er sinnt í andstöðu þjóðarinnar.
![]() |
Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 05:12
29 meiri útlát, en ekki meiri afköst
Þó svo að samband sveitastjórna hafi komist að því að lítið hafi orðið um aðgerðir í borgarstjórninni, er ekki þar með sagt að að fleiri muni afkasta meiru.
Það eina rétta í málinu væri að Gnarristarnir dragi sig sem einn maður út úr borgarpólitíkinni og Jón Gnarr yrði gerður að borgarlistamanni Hlemms. Þeir hafa hvort eð er ekkert gert á þessum rúmlega 100 dögum
![]() |
Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 03:32
Gott bú Hönnu Birnu
Það var ekki við slæmu búi sem borgarstjóra fígúran Jón Gnarr tók.
Hanna Birna verður af síðari tíma sagnfræðingum talin með betri borgarstjórum sem haf stýrt Reykjavík. Knud Ziemsen, Jón Þorláksson, Bjarni Ben, Gunnar Thor, Geir Hallgrímsson, Davíð Oddsson og Hanna Birna munu öll fylla þennan hóp.
En sennilega verður Jóns Gnarr lengst minnst, sem fordæmi um stjórnleysi og showbuisness.
![]() |
Hagnaður Reykjavíkurborgar 3 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |