29 meiri útlát, en ekki meiri afköst

Þó svo að samband sveitastjórna hafi komist að því að lítið hafi orðið um aðgerðir í borgarstjórninni, er ekki þar með sagt að að fleiri muni afkasta meiru.

Það eina rétta í málinu væri að Gnarristarnir dragi sig sem einn maður út úr borgarpólitíkinni og Jón Gnarr yrði gerður að borgarlistamanni Hlemms. Þeir hafa hvort eð er ekkert gert á þessum rúmlega 100 dögum


mbl.is Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Jú, Hann hefur gert helling.

Tók bílastæðin af Hverfisgötu og gerði einn gagnslausasta hjólreiðastíg sem ég hef séð,  breytti suðurgötu í einstefnu.  Svo hefur hann verið að atast í Kínverjum og taka þátt í mótmælum, svo hefur hann verið að taka þátt í sjónvarpsþáttum,  búinn að blogga helling á Facebookinu, búa til nýtt stöðugildi í OR fyrir félaga sinn, samþykkja að OR hækki verðskránna sína, hækka laun varaborgarfulltrúa,  Svo er hann of upptekinn við að gera allt þetta til að tala við borgarbúa sem þurfa að panta viðtalstíma við hann og er biðröðin orðin meira en 100 manns o.s.frv.

Hvort það sem hann hafi verið að gera á sínum 100ish dögum sé það sem hann ætti að vera að gera er allt annar handleggur.

Jóhannes H. Laxdal, 24.9.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Hvenær hafði hann þá tíma fyrir klámið?

Guðmundur Paul, 24.9.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband