Afleiðingar vinstri stjórna

Í litlu kreppunni í byrjun 10. áratugarins, eftir misheppnaða vinstri stjórn, var vísitalan tekin úr sambandi gagnvart launum.

Verðlag hélt áfram að hækka en laun stóðu í stað, og krónan féll.

Afleiðingar þessa voru þær að hjálparstofnanir, tóku það til bragðs að úthluta mat til þeirra sem minna máttu sín.

Nú þykir alveg sjálfsagt að sækja sér þangað mat og annað og spara sér þannig smáútgjöld. Þannig festist þetta í íslensku þjóðlífi allri þjóðinni til skammar.

Til er fólk og jafnvel heilu fjölskyldurnar sem ekki hafa neina atvinnu eða takmarkaðar bætur og hefur þess vegna takmarkaða möguleika til að leyfa sér það sem öðrum þykir sjálfsagt.

Eldra fólk dregur saman við sig, herðir sultarólina, en fjölskyldur með börn á framfærslu eiga erfitt með að útskýra fyrir börnunum hvers vegna þau fái ekki það sama og vinirnir.

Ofan á þetta bætist oft óregla og (þar af leiðandi) veikindi, sinnuleysi og félagsleg einangrun foreldranna.

1985, þegar Geir Hallgrímsson tók við stjórnartaumunum var hans fyrsta verk að setja lög um láglaunabætur, þrátt fyrir 3ja ára ríkisstjórnarsamstarf vinstri flokkanna.

Það mætti hér einnig minnast á hafta stjórnina sem hrökklaðist frá völdum 1958, og ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, sem hrökklaðist frá völdum í lok 5ta áratugarins.

Þegar þessi ríkisstjórn, hin tæra vinstristjórn, hrökklast frá völdum, verður enn erfiðara að bjarga þjóðinni.

Steingrímur og Jóhanna, þó svo það sé alveg að verða of seint að bjarga þjóðinni, þá myndi ekki skaða að setja sig í aðrar stellingar og GERA EITTHVAÐ, velferðarkerfið er hrunið, margar fjölskyldur að missa allt sitt og flýja land, meðan gæluverkefnum er sinnt í andstöðu þjóðarinnar.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Gott að fá að skyggnast aðeins inní stjórnarsögu vinstri manna. Góður pistill Luktar - Gvendur 

Óskar Sigurðsson, 24.9.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband