með lögum skal land byggja og ólögum eyða

Mál Geirs fyrir Landsdómi á eftir að draga dilk á eftir sér. 5 hæstaréttardómarar og dómstjóri verða eingöngu bundnir við Landsdóm næstu mánuði og geta því ekki sinnt öðrum störfum á meðan.

Það er engin furða að skrifstofustjórinn hafi af því áhyggjur. En búast má við því að fjölda mála verði skotið til Hæstaréttar á næstunni. Mál sem varða hag íbúa landsins.

Til að létta á Hæstarétti hefur komið til tals að koma á millidómsstigi, en þetta mál, mun ekki minnka það vinnuálag sem nú þegar er á þeim.


mbl.is Högg á starfsgetu Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fávitinn Sigurður Kári Kristjánsson stóð í ræðustól alþingis um daginn með tárin í augunum af áhyggjum yfir því að starfsgeta hæstaréttarrotþróarinnar yrði verulega skert á meðan nokkrir ættingjar og vinir Davíðs í réttinum yrðu uppteknir af vinnu við Landsdóminn. Sennilega hafði hann mestar áhyggjur af því að rétturinn gæti ekki heill og óskiptur tekið á málum stórglæpamanna á meðan eins og t.d. svokallaðra "níumenninga" sem gerðu "svívirðilega hryðjuverkaárás" á þingverði á dögunum.

corvus corax, 29.9.2010 kl. 07:20

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað er að gerast hjá okkur í stjórnkerfinu og dómskerfinu er það gersamlega vanhæft til einhverja verka þegar kemur að því að dæma þá sem báru ábyrgð á útrásinni bæði þeim sem stjórnuðu og þeir sem stálu öllum sjóðum landsins!

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - það er takmarkaður fjöldi sem starfar við Hæstarétt - skv. lögum eiga 5 reyndustu dómararnir að sitja í Landsdómi ásamt öðru fólki þar á meðal dómstjóranum í Reykjavík.

Bankaræningjamálin eru gífurlega mörg - lestu það sem LuktarGvendur skrifar - hann fer með rétt mál.

Millidómsstig - vissulega ætti það að geta létt á Hæstarétti - en samt sem áður - þetta verður dómskerfinu erfiður tími. Og mál geta orðið ónýt og Jón og co sloppið vegna þess að mál verða of gömul - eða hann og hans félagar hafa haft tíma til þess að fela slóðina sína.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband