Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Milljarður er ekki nærri eins mikið og milljón.

Þetta eru bara smá aurar fyrir bankana.

Það er miklu erfiðara að fella niður skuldir einstaklinga, því þær gætu numið nokkur hundruð þúsundum og jafnvel milljónum.

Það er nefnilega svo langt síðan að bankarnir töluðu um hundruð þúsunda eða milljónir að þeir standa í þeirri meiningu að milljarður sé miklu minna.

Málið er nefnilega það að milljón er alvöru peningur en milljarður er gervi peningur


mbl.is 54,7 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingímur, 23. janúar 2009

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagðist ekki vilja segja að ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt en hún hefði misst tökin á ástandinu. Þjóðin væri ósátt við stjórnina og treysti henni ekki.

 Eftir að hafa lýst þungum áhyggjum af risavöxnum skuldum þjóðarbúsins og bágum atvinnuhorfum sagðist Steingrímur gefa lítið fyrir þá skoðun forsætisráðherra að verk stjórnvalda í átt að endurreisn gengju vel; enginn, nema kannski örfáir þingmenn, hefðu það á tilfinningunni.

Er þá virkilega sama staða uppi nú.


mbl.is Vilja ekki breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpunarstjórn

Á 5. áratug síðustu aldar, voru þrennskonar form á ríkisstjórnum hér á Íslandi. 1939 var mynduð þjóðstjórn. Verðbólga jókst, verkföll bönnuð og einnig allar meiriháttar launahækkanir.

1942 voru svo tvennar kosningar vegna stjórnaskrárbreytinga. Ekki náðist að mynda ríkisstjórnarsamstarf og var því skipuð Utanþingsstjórn.

Stjórnin lagði fram í september 1944, frumvarp þar sem kaupgjald yrði lækkað. Frumvarpið var fellt og stjórnin sagði af sér.

Þá var það að tveir öndverðir pólar í stjórnmálum. Ólafur Thors og Einar Olgeirsson ákváðu að slíðra sverðin og reyna að bjarga hinu unga lýðveldi.

Með harðfylgni Ólafs tókst að mynda stjórn.

Markmið þessarar stjórnar skyldi vera að standa vörð um sjálfstæði landsins, endurnýja atvinnutæki, kaupa togara og fiskibáta, byggja upp síldarverksmiðjur og frystihús, vélvæða landbúnaðinn.

Með þessum ráðstöfunum átti að tryggja fulla atvinnu og stórbætt lífskjör. Þessi ríkisstjórn, nefndist Nýsköpunarstjórn og hefur vart önnur stjórn verið vinsælli á Íslandi, þó hún hafi ekki verið við völd nem í 2 ár.

Tókst henni í megin atriðum að ná markmiðum sínum.

Nú hefur í tæp 2 ár verið við völd ríkisstjórn, sem hefur við svipaðan vanda að glíma. En bregst allt öðruvísi við.

Væri ekki rétt að reynd væri þessi leið áður enn í frekara óefni er komið.

 


Kreppunni að ljúka.

Tvöfalt meir af rusli segir okkur að kreppunni sé lokið, eins og Steingrímur og AGS hafa sagt okkur.

En hver skyldi svo borga fyrir tjónið, hreinsunina og gæsluna. Væri þessum peningum ekki betur varið í eitthvað annað.

Ég get bara ekki annað en verið sammála Þránni Bertelssyni: fólk er fífl


mbl.is Yfir 30 rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný frétt ?

Nú hafa stjórnmálafræðingarnir komist að því að kreppa er einnig í stjórnmálum á Íslandi, sem sýnir hvað allir fræðingar eru lengi að hugsa. Flestir áttuðu sig á kreppunni eftir kosningarnar 2009.

Ríkisstjórnin hefur líka sagt að það sé kreppa í landinu, en gerir sér bara ekki grein fyrir því og hefur ekki skilið að sú kreppa sem er núna er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar.

Ofstopa skríll á Austurvelli vill umbreyta valdakerfinu og leggja niður núverandi stjórnskipulag, sbr orð þeirra um Bastillu kvöld, en vita samt ekki hvað þeir vilja nema þá helst að afhenda völdin útlendingum.

Það þótti stórfrétt um allan heim að trúður hafi verið kosinn í Suður Ameríku.

En þetta höfum við gert hér, eins og Jón Gnarr og sjálfsagt einhverja þingmenn.

En hér á Íslandi verða menn trúðar þegar þeir hafa verið kosnir á þing.


mbl.is Stjórnmálakreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsherjargoði kemur til hjálpar

Þar kom að því að einhver hugmynd kæmi fram.

Fjármálakerfi Íslands sl 2 ár hefur verið nokkurskonar vöruskiptaverslun, BRAUÐ FYRIR LEIKA.

Gamli félagi minn frá Glaumbæjar árunum Jörgen Hansen er sammála mér að svona skrílslæti eru ekki líkleg til árangurs.

Nú hefur hann ákveðið að leggjast undir feld að hætti Ljósvetningagoða og mun kveða upp dóm á Óðinsdegi um nýjan sið.

Allt gengur í hring.


mbl.is Vilja nýtt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi

Enn einu sinni verður lögreglan skotmark óeirðasinna í svokölluðum mótmælum.

Lögreglumenn eru þarna að sinna störfum sínum og ekki má gleyma því að þeir eru líka menn og sumir þeirra eru sjálfsagt í sömu skuldastöðu og þeir sem eru að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda.

Það fæst bara ekkert út úr mótmælum með ofbeldi.

Stórhluti þeirra sem er að mótmæla núna kom þessari ríkisstjórn að völdum sem hefur ekkert gert á þeim 500 dögum sem þeir hafa stjórnað.

 


mbl.is Grýttu hnullungi í lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óeirðir

En einu sinni sanna mótmælendur það sem ég hef haldið fram, er skríllinn er eyðileggja mótmælin. Af 8000 manns þarf ekki nema nokkra til að setja skrílsmerki á annars löngu tímabær mótmæli við aðgerðarleysi.

Aðspurð í fréttum vita svo mótmælendur ekki hvað þeir vilja að gert verði.

Að kveikja elda og rífa niður tré og bekki, hefur ekkert með mótmæli að gera heldur er aðeins skemmdarverk skríls.

 


mbl.is Garðbekkjum hent á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarstjórn?

Hvernig væri  hægt að koma á neyðarstjórn, á Íslandi með aðkomu erlendra aðila?

Það er hreinlega ekki hægt, stjórnarskráin leyfir það ekki.

Reynið að koma með kröfur sem er hægt að uppfylla en ekki svona bull.

Vandinn er nægur, í öðru orðinu er verið að hvetja fólk að gefast ekki upp og í hinu orðinu að gefast upp.

Hvað er að Íslendingum, kunna þeir ekki að mótmæla nema með bulli og ofbeldi.

Engin furða þótt lítið verði um árangur, þegar mótmælendur vita ekki sjálfir hvað þeir vilja.


mbl.is Ofvaxið getu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldinu hefði ekki leyfst þetta.

Það er örugglega auðveldast að ná í aukakrónur með því að skera niður hjá hjá barnafólki og fólki sem minna má sín í þjóðfélaginu. Þetta lærði núverandi ríkisstjórn af Björgólfsfeðgum: auka krónurnar elta þig hvert sem þú ferð.

Þetta er hin nýja stefna sósíalista og komma, kjósið Samfylkinguna og VG, og allir vinna, eða hvað.


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband