Milljarður er ekki nærri eins mikið og milljón.

Þetta eru bara smá aurar fyrir bankana.

Það er miklu erfiðara að fella niður skuldir einstaklinga, því þær gætu numið nokkur hundruð þúsundum og jafnvel milljónum.

Það er nefnilega svo langt síðan að bankarnir töluðu um hundruð þúsunda eða milljónir að þeir standa í þeirri meiningu að milljarður sé miklu minna.

Málið er nefnilega það að milljón er alvöru peningur en milljarður er gervi peningur


mbl.is 54,7 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hvað voru það aftur margir milljarðar sem þurfti til að bjarga heimilum á Íslandi, þá á ég við ÖLLUM heimilum á Íslandi, ekki voru það svona margir milljarðar.

Af hverju er ekki hægt að taka svona ákvarðanir þegar kemur að heimilum, þ.e.a.s. um að afskrifa bara flatt á allan fjöldan?  Það virðist vera hægt handa þessum stórskuldurum, er ekki hægt að meðhöndla öll íslensk heimili eins og einn stóran skuldara og bara afskrifa þetta fjandans drasl (alla vega leiðrétta það)?

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.10.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir öll svín eru jöfn nema bara sum svín eru jafnari en önnur! "Napóleon keisari"

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband