General Össur

Þá er bara að vígbúast.

Össur í samstarfi við NATO og Bandaríkin eru í startholunum. Nema þá að Bandaríkjamenn guggni í þessu stríði eins og því síðasta og biðji ESB að vera aftur í  forsvari.

En hvað gerir Össur þegar Palestína verður í sigti Bandaríkjamanna að kröfu Gyðinga, því engin olía er þar í jörðu til að ásælast.


mbl.is Assad varar við afskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... hvaða hrikalega Bandaríkjahatur hefur bitið þig svona illilega í rassinn, Gummi minn? Ég þekki þig ekki lengur sem sama mann ... :( !

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 06:38

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Sæll Egill minn.

Það er ekki um hatur á Bandaríkjamönnum hjá mér. En heimsvaldastefna þeirra er farin að pirra mig.

Ég get ekki séð tilganginn í afskiptum þeirra eða annarra þjóða í innanríkismálum sjálfstæðra þjóða.

Þeir eru hættir að þora í stríð í eigin nafni og í Lýbíu var forræði innrásarhersins í höndum ESB.

Þetta er alþekkt aðferðarfræði þeirra gagnvart ríkjum sem eru með stefnu sem er ekki í þeirra anda. Og þá helst með auðævi sem þeir ásælast.

Það er ekkert stríð í heiminum, þar sem kanarnir eiga ekki einhverja aðkomu.

Reyndar hafa þeir oftast þurft að hrökklast í burt vegna andstöðu íbúanna og þrátt fyrir yfirburða hernaðarmátt.

Þetta byrjaði í Kóreu og svo í Víetnam og eftir það hvert stríðið nánast á eftir öðru.

Í Afganistan eru þeir enn og enginn árangur náðst og þangað hafa þeir tælt fjöldann allan af þjóðum í gegnum NATO.

Ég sé ekki tilganginn með þessum stríðum og gríðarlegu mannfalli óbreyttra borgara.

Guðmundur Paul, 30.10.2011 kl. 07:52

3 Smámynd: Guðmundur Paul

Ég var ekki fyrr búinn að setja punkt fyrir aftan síðustu orð mín en ég las fréttagrein um árás Bandaríkjanna í Pakistan, skotmarkið var meintir Talibanar.

Stríðshótun liggur í loftinu gagnvart a.m.k 3 þjóðum. Þ.e.a.s Írak, Sýrland og Norður-Kórea og svo eru tíðar árásir á skotmörk í Pakistan.

Meirihluti íslensku þjóðarinnar er í andstöðu við núverandi stjórnvöld. Er kannski von til að Kaninn komi og frelsi okkur.

Hér er mikil fátækt, misskiptur auður, atvinnuleysi, fólk að missa eigur sínar, súpueldhús og þannig mætti lengi telja.

Reyndar á þetta einnig við Bandaríkin.

Guðmundur Paul, 30.10.2011 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband