Svona er þetta Úffi minn

Það hefur lengi loðað við dani, svía og norðmenn að vera rasistar. Danir voru lengi að fyrirgefa okkur íslendingum að við skyldum hafa svikið þá, meðan þeir vorum hernumin þjóð.

Þó Danir séu upp til hópa vingjarnlegir þá er stutt í vanvirðingu þeirra á því fólki sem þeim finnst vera annarflokks þjóðir, og má þar nefna álit þeirra á nýlendubúum þeirra, nágrönnum okkar í austri og vestri.

Danir voru á sínum tíma afkastamestir í þrælaflutningum af öllum þeim þjóðum sem slíkt stunduðu. Það var ekki fyrr en Bretar hótuðu þeim vopnavaldi  að þeir drógu úr þrælaflutningum til BN en fluttu samt ógrynni af þrælum til sykur plantekra sinna í Karíbahafinu.

Enn þann dag í dag skilgreina Danir frjálsar og ófrjálsar þjóðir með orðunum "paa" og "i", þar sem "paa" þýðir ófrjáls, sbr "paa Grönland" en "i Island" sem var alltaf fyrir 1950 "paa Island".

Kynþáttastríð þeirra á Nörrebro, sem nú er að verða að gettói, ber þess merki að grunnt er á milli Dana og innflytjenda.

Það er ekki bara á hinum norðurlöndunum sem rasismi er að festa rætur, heldur verðum við að gæta vel að okkur að lenda ekki í sömu gryfju. Atvinnuleysi og vaxandi fátækt eru gróðrarstíur fyrir alla afbrigðilega hegðun.

Ef við festumst í fátækt, er skammt í það að hér skapist samskonar ástand og við erum að verða vitni að í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, þangað sem margir Íslendingar flytja til og ganga í þau störf sem Norðmenn telja sér ekki samboðin.

 

 


mbl.is Ellemann-Jensen vill nýja stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert eitthvað að mistúlka/oftúlka "paa" og "i" í þessu samhengi. Maður segir "paa" þegar maður talar um eyju, en "i" þegar maður talar um land (sem getur verið fleirri eyjar) Maður segir "paa" um Island og Grænland þegar talað er um eyjurnar Island og Grænland en "i" þegar er talað um löndin Island og Grænland. Maður segir "i" um t.d. Skotland, Wales, Texas þó það séu ekki sjálfstæð fullvalda svæði.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 12:36

2 identicon

Og svo smá leiðrétting um þrælhald. Danmörk var ekki afkastamest í þrælahaldi! Það er einfaldlega tóm þvæla. Þar fyrir utan var Danmörk fyrsta land i Evrópu til að banna verslun með manneskjur. Svo ég vil skora á þig að leiðrétta þetta fleipur hið fyrsta.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 12:55

3 Smámynd: Guðmundur Paul

Það gott að fá þessa lýsingu staðfesta. Bor paa England er ekki viðurkennt sem rétt, han bor paa Grönland er hins vegar talið réttar. Þegar ég tala um ófrjálsu þjóðirnar á ég að sjálfsögðu við nýlendur Dana. Danir sýndu þann tvískinnung að banna þrælahald í Danmörku, en leyfa verslun með þræla í Vestur-Indíum, sem voru undir stjórn Danakóngs og plantekrurnar í eigu Danskra ríkisborgara sjá: http://hugsandi.is/articles/thegar-danir-frelsudu-thraelana/

Danir státa sig oft af því að hafa verið fyrsta þjóðin til að taka það skref að banna þrælasölu, slave trade, en hafa ber í huga að þeir bönnuðu ekki þrælahald, slavery, fyrr en árið 1848 í kjölfar uppreisnar á St. Croix þegar Peter Von Scholten danskur yfirlandsstjóri í sykureyjunum gaf þrælunum frelsi en þá voru liðin 41 ár frá því að Englendingar bönnuð þrælahald.

Á þessum 40 árum fluttu dönsk skip mikinn fjölda af þrælum fyrir Englendinga þar sem þeim var bannað að stunda þrælaverslun

Þannig væni minn þú ættir að skoða betur það sem er skráð en ekki lesa eingöngu danskar skólabækur frá því fyrir 1960.

Guðmundur Paul, 25.10.2010 kl. 10:09

4 identicon

Nei Luktar-Gvendur, maður getur ekki sagt "bor paa England" en maður getur sagt "bor paa de britiske øer". Og jú maður getur alveg sagt "i Grønland". Það fer eftir samhenginu og hvort rætt i geopolitisku eða geológísku samhengi. Það er engin ástæða til að leggja neitt annað í þetta Gvendur. 

Í sambandi við þrælahaldið, þá er það nákvæmlega þetta sem þú ekki sagðir í upprunalega tekstanum. Þannig leiðir þú ákveðinn skilning í teksta þinn um hina alvondu dani. Það vantar bara að segja að segja að Ísland hafi verið þrælanýlenda en ekki eðlilegur hluti af danska konungsdæminu. 

Ef þú kynntir þér sögu þrælahalds og valdabaráttu stærstu sjóferðaþjóða á höfunum þá myndir þú fá annan skilning á þessum málum. Ekkert af því afsakar þó þann fyrrum viðurkennda hátt mannverunnar að halda þræla fyrr á öldum. En að ýja að því að danir hafi farið þar fremstir í flokki, er hrein ósannindi. Engin hefur neitað því að þeir jafnt og allar aðrar þjóðir héldu þræla og allra síst danir sem ég hef aldrei heyrt stæra sig af einu eða neinu í sambandi þrælahald. En að þeir bönnuðu slíkt langt á undan öllum öðrum þjóðum er staðreynd sem ekki er hægt að taka frá þeim. 

Hefur þú áhuga á að gagnrýna frændur okkar og fyrrum "samlanda" er af nógu að taka, engin þörf á að reyna að planta óskiljanlegum illvilja eða falsa með hálfsögðum sögum og villandi skýringum eða hreinum ósannindum. Annars eru danir fullfærir um gagnrýnina sjálfir og líklega engin þjóð jafn gagnrýnin á eigin sögu og þjóðfélag. Þar liggjum við íslendingar algjörlega í hinum endunum í okkar sjálfsánægða nasjónalisma og þreytandi yfirborðsmennsku. 

Thor Svensson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband