Skríll

En og aftur sýna atvinnumótmælendur af sér skrílslæti. Það þykir vissulega safaríkt frétta efni að sýna skrílinn samankominn undir rauðum fánum anarkista og syngja Maístjörnu Halldórs Laxness.

En er þetta árangursríkt og lagar þetta stöðu heimilanna í landinu.

Fyrri mótmæli þessa skríls hefur ekki sýnt það. Er nema von að forsetafrúin gráti yfir þjóðinni.


mbl.is Eggjum rigndi yfir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið vorkenni ég þér. Kallar fólkið í landinu skríl. Ég var ekki þarna en ég styð þetta heilshugar eins og flestir í landinu. Þú ert nákvæmlega það sem ér að á þinginu. Fólk sem gerir sér ekki nokkra grein fyrir því sem er að gerast. "Atvinnumótmælendurnir" sem þú talar um er fólk með börn sem margt hvert er búið að missa allt. Mig langar að hrauna yfir þig en ég nenni ekki að eyða orku í það........

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:48

2 identicon

Ég var þarna og þetta var alskonar fólk, mikið af fjölskyldufólki, sumir með börnin með sér, margir að missa húsnæðið sitt og ég talaði við eina sem var að missa vinnuna í dag. Ég sá líka fólk sem var að vinna í bankanum mínum, fólk sem er virkt í flokkstarfi sjálfstæðisflokksins og framsóknar. Þetta virðist vera allt annar hópur og örðuvísi fólk sem er að mótmæla núna en var að mótmæla í búsáhaldabyltingunni.

Guðmundur, hefur þú eitthverja hugmynd um hvað er að gerast út í þjóðfélaginu í dag, býrðu í helli eða í útlöndum?

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar sækir maður um að gerast atvinnumótmælandi? Af 20.000 atvinnulausum eru eflaust margir sem myndu þiggja að fá greitt fyrir að standa á Austurvelli og sýna hug sinn í verki.

Skríllinn er ekki þeir sem standa fyrir utan heldur þeir sem eru inni á þingi.

Svo eru litur anarkista svartur, en kommarnir kenna sig við rauðan.

Veistu yfir höfuð um hvað þú ert að tala Luktar-Gvendur?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nokkuð til í þessari færslu hjá þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Guðmundur Paul

Þetta er ekki rétt hjá þér Sigurður, ég hef ekki kallað fólkið í landinu skríl. Það eru þín orð.

Þeir sem mest hafa sig í frammi í þessum og öðrum mótmælum er skríll og mótmæli þeirra skrílslæti.

Aðrir sem þarna eru samankomnir eru margir hverjir þeir sem eiga um sárt að binda og verða nytsamir sakleysingjar þeirra sem standa að skrílslátum.

Þér er hins vegar vorkunn ef þú ert í þeim hópi sakleysingjanna sem eru notaðir sem vörn fyrir anarkistana sem standa að þessum mótmælum. Þeir eru hinir sömu og komu núverandi ríkisstjórn til valda en vilja í raun og veru bara upplausn.

"Við höfum sigrað við höfum hrakið ríkisstjórnina frá völdum" voru loka orð mótmælendanna fyrir tæpum tveimur árum. Þeir fengu kosningar og nýja ríkisstjórn sem þeir eru núna að mótmæla.

Guðmundur Paul, 1.10.2010 kl. 15:04

6 identicon

Alveg sammála þér, mér finnst alveg óþarfi að henda hlutum, brjóta rúður eða ráðast á lögguna. Mér dettur ekki í hug að mæta þarna og mótmæla, meðan það er fólk þarna sem kann ekki að mótmæla friðsamlega! Auðvitað á samt að mótmæla en þetta virðist alltaf gert á svo rangan hátt, þó svo auðvitað er meirihlutinn þarna almennilegt, rólegt fólk, þá eru alltof miklir vitleysingar og ofbeldiseggir inná milli! 

Dagrún (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:06

7 identicon

Anarkistarnir mega þó eiga það að þeir láta mótmælin sín ekki stýrast af flokkslínum, ef ríkisstjórnin er að skíta í buxurnar þá láta þeir í sér heyra.

Svo eru þetta aðalega unglingar sem eru að kasta eggjum og öðru, ekki anarkistarnir, þeir virðast kunna haga sér að mestu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:14

8 Smámynd: Guðmundur Paul

Vissulega er það rétt hjá þér Guðmundur Ásgeirsson að litur anarkista er svartur og litur kommúnista rauður.

En vita þeir það. Af hverju standa þá menn sem lýsa sjálfum sér sem anarkistum með rauða fána á Austurvelli. Og er þá allir þeir sem eru í verkalýðsfélögum kommar því þeir ganga undir rauðum fánum í 1. maí göngum.

Þeir sem mótmæla friðsamlega eða þeir sem mæta fyrir forvitnissakir þurfa ekki að vera kommar, anarkistar eða annar skríll.

En þeir sem mótmæla með ofbeldi, eggjakasti og rúðubrotum eða eitthvað þaðan af verra er skríll.

Guðmundur Paul, 1.10.2010 kl. 15:16

9 identicon

Luktar-gvendur, fólkið sem hélt á rauðum fánum tengdust anarkistum ekki neitt. Ég var þarna og fólkið haldandi á fánunum voru venjulegt fólk sem talaði um breytingar. Enganveginn gat ég tengt þessa menn við anarkisma í útliti né hvað þeir töluðu um. Áður en þú ferð að dæma aðra og kalla þá nöfnum mæli ég með því að þú kíkjir út á austurvöll og skoðar fólkið sem þar mótmælir. Ekki er nóg að kalla fólk nöfnum án þess að vita einhvað um málið. Það kallast fordómar.

Lúðvík (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:36

10 Smámynd: Guðmundur Paul

ef það er að vera haldinn fordómum að þola ekki stjórnleysi, þá er ég fordómafullur rasisti, vissi það bara ekki. Enda auðveldara að standa á sannfæringu sinni undir nafni en nafnleysi.

Guðmundur Paul, 1.10.2010 kl. 15:50

11 Smámynd: Linda

Yndislegur dagur fyrir mótmælendur, nokkrir sem voru kannski með svona frekju, en langflestir sýndu stillingu, enginn ruddist fram, hægt og rólega mjakaðist fólkið í átt að Alþingishúsinu. Þarna var fátt um skríl, eins orðað er hér, heldur fólk sem hafði hugrekki til að standa saman og berjast með orðum.  Það eru þeir sem sátu heima og skrifa svo blogg og krítisera, lýðræðislegan rétt fólksins til að mótmæla sem láta ljótayrði falla og voru ekki á staðnum,sem eru heyglar og skríll, skammist ykkar.  Við stóðum saman, fyrir þá sem eru að missa allt. Hvar voru þið.

Linda, 1.10.2010 kl. 16:27

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þeir eru hinir sömu og komu núverandi ríkisstjórn til valda en vilja í raun og veru bara upplausn."

Ég er víst undir þá sök settur að hafa verið meðal þeirra sem stuðluðu að því að núverandi ríkisstjórn komst til valda. En það var alls ekki í þeim tilgangi að skapa upplausn, heldur voru stjórnvöld búin að því hjálparlaust með klúðri sínu og skorti á aðgerðum. Tilgangur okkar var að binda enda á þennan glundroða, en ekki grunaði neinn að sú stjórn sem tæki við myndi taka svo ótrauð við keflinu og halda áfram sömu andskotans vitleysunni.

Hættu svo að hafa fyrir rangri sök fólk sem þorir að til að grípa til aðgerða og hefur raunverulegan áhuga á að byggja upp betra þjóðfélag en það spillingarsvað sem vanhæfir atvinnupólitíkusar hafa reynt að bjóða okkur upp á. Eða hvað hefur þú annars lagt af mörkum til þess að hér verði lífvænlegt í framtíðinni fyrir börnin mín, þannig að þér sé stætt á slíkum málflutningi?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2010 kl. 17:12

13 identicon

Hann luktar-Gvendur er af gamla skólanum, þeir sem eru úr þeim skóla finnst best að láta traðka á sér, eiga vart í sig eða á; En samt ganga bara um og láta eins og ekkert sé; Alls ekki að mótmæla;  Svona voru íslendingar þjálfaðir í að vera árhundruðum saman...

Now it's over; I hope; Lifi byltingin

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:59

14 Smámynd: Guðmundur Paul

DoktorE.

Það er undarlegt hvernig menn verja skrílshátt, það á enga samlíkingu við mótmæli.

Hvergi á Norðurlöndum, hvergi í Evrópu og hvergi í Bandaríkjunum yrði það látið viðgangast að þingmenn, forseti, biskup og prestar gengju undir árás skríls til þingsetningar. Ekki einu sinni í Rússlandi eða sovétríkjunum og hvað þá í Kína kommúnista, ekki einu sinni þar sem byltingastjórnir ráða. Sem betur fer er þetta fámennur hópur fólks sem stendur að þessu.

Hvað var gert við þá sem mótmæltu byltingarmönnum Sovétríkjanna. var þeim fagnað eins og nýjum byltingarsinnum.

Enn og aftur vil ég segja að þessi skríll sem er ekkert annað ofstopafólk á ekki að fá að kasta hlutum hverju nafni sem þeir nefnast í aðra.

Guðmundur Paul, 2.10.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband