Mismunun

Hversvegna ætli desemberuppbót og jólabónus séu tilkomnar.

Skýringin er auðvitað sú að það er leið atvinnurekenda að þakka starfsmönnum vel unnin störf á árinu.

En megin skýringin er sú að þetta eru jólagjafir til starfsmanna sem síðan var sett í lög til að létta undir með auknum kostnaði vegna hátíðarhalds.

Sannir trúleysingjar eiga því að afþakka gjafirnar eða láta þær renna til góðgerðarmála. Hinir taka undir með gefandanum og óska honum einnig gleðilegra jóla.


mbl.is Launþegar fá allt að 200 þúsund í jólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór orð en að venju lítið um efndir

Jón vinur minn verður hér eftir nefndur bláþráður.

Vinstrimenn hamra nú á Jóni fyrir að vera í andstöðu við trúarstefnu þeirra, en geta ekkert gert annað en að nöldra.

Væntum þykja þeirra fyrir þægilegum stólum er ofar hugsjóninni.

Stefna ríkisstjórnarinnar hefur steytt á skeri og ekkert smjörfjall getur komið þeim á flot aftur.

Jón heldur fast við ákvörðun sína þrátt fyrir hótanir Jóhönnu og Steingríms um sviptingu embættis.

Áfram Jón.


mbl.is Jón er enn ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

að boði Heródesar konungs

Ef ekki má fara með bæn í heimsókn í kirkju á aðventunni, þá er einnig óskiljanlegt hversvegna það er þá farið með börnin í kirkju.

Aðventa er komið af latneska orðinu adventus (Að baki liggur latneska sögnin advenio'ég kem til' sem leidd er af latnesku sögninni venio 'ég kem' með forskeytinu ad-), og þýðir tilkoma eða vænting og er trúarlegt tímabil.

Á sama tíma og skólar Reykjavíkurborgar, að forboði Heródesar konungs og hirðar hans, hamast við að uppfylla kröfur um afnám trúar tákna fyllast götur borgarinnar af bjöllu- og kerta skreytingum í tilefni fæðingarhátíðar frelsarans Jesúm Krists.

Hræsni forsjárhyggju manna á sér engin takmörk.


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er SAGAN sögufölsun?

Sem áhugamaður um sagnfræði finnst mér eins og við höfum verið göbbuð af vísindamönnum eftir lestur þessarar fréttar, ef það er þá einhver flugufótur fyrir henni.

Hvenær hófst SAGAN?

Samkvæmt fréttinni fæddist afi minn 25 árum eftir að sögur hófust og langafi minn, fæddur 1834, hefur líklegast ekki verið til heldur söguburður.

Handritin okkar eru því öll skrifuð eftir 1850 og ekki merkilegur pappír því SAGAN er ekki nema um 160 ára.

Að stofnun SÞ haldi því fram að heitustu ár SÖGUNNAR hafi verið síðastliðin 15 ár er annað hvort sönnun þess að einhver er að segja ósatt eða vísyndamenn þar á bæ eru ekki starfi sínu vaxnir.

Ég tel að Ari Trausti Guðmundsson, sá ágæti jarðfræðingur og veðurskýringa maður, sé þessu ósammála. Á bls 183 í bókinni Íslenskar Eldstöðvar skrifar hann um gos í Kötlukerfinu á SÖGULEGUM tíma, og er þar sagt frá fyrsta gosinu á 9. öld.

Almennt er talið að SÖGULEGUR tími sé sá tími sem ritaðar heimildir ná yfir og er miðað við landnám hér á Íslandi.

En SAGAN spannar enn lengra tímabil.

Við borun í Grænlandsjökul, þar sem borað var niður um 3085 metra þar sem náðist í 270 þúsund ára gamlan snjó, kom í ljós að sveiflur í veðurfari síðustu 10.000 ára eru þær minnstu í 270.000 ára VEÐURFARSSÖGUNNI.

EINHVER SEGIR EKKI SATT.

Við landnám er talið að meðalhiti á norðurhveli 4-6° hærri en hann er í dag og hér óx trjágróður í líkingu við þann gróður sem nú vex í suð-austur hluta Bandaríkjanna. Í Noregi óx villtur vínviður.

Náttúruverndarsinnar hafa haldið því mjög á lofti að breytingar í veðurfari væru af mannavöldum og einnig eyðing gróðurs.

Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur lýst því hvernig smá saman kólnaði hér á landi eftir árið 1100 og tímabilið frá 1450-1900, kallar hann litlu ísöld, en þá kólnaði mjög hratt og því ekki óeðlilegt að gróðurfari hafi hnigni. (2000. 'Little Ice Age' Research: A Perspective from Iceland. Climatic Change 48, 9-52.).

Hlýnun og kólnun hefur því ekkert með aðgerðir manna að gera heldur líklegast af öðrum ástæðum svo sem styrk sólgosa.

Með aukinni kolefna losun gætum við hinsvegar hægt á næstu ísöld.

Kolefni finnst í öllu lifandi og dauðu á jörðinni, (hreint kolefni reyndar draumur hverrar konu og áður einnig kyndara), og ekki síður undirstaða lífs í heiminum en súrefni. Framleiðendur súrefnis er plöntur og tré sem nærast á koltvísýringi með ljóstillífun og segir sig sjálft að að því meira magn af CO2 því meir verður framleiðsla súrefnis. 

 


mbl.is Heitustu ár sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband