Mismunun

Hversvegna ætli desemberuppbót og jólabónus séu tilkomnar.

Skýringin er auðvitað sú að það er leið atvinnurekenda að þakka starfsmönnum vel unnin störf á árinu.

En megin skýringin er sú að þetta eru jólagjafir til starfsmanna sem síðan var sett í lög til að létta undir með auknum kostnaði vegna hátíðarhalds.

Sannir trúleysingjar eiga því að afþakka gjafirnar eða láta þær renna til góðgerðarmála. Hinir taka undir með gefandanum og óska honum einnig gleðilegra jóla.


mbl.is Launþegar fá allt að 200 þúsund í jólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að vera ósammála þér þar vegna þess að jólin (yule) eru í eðli sínu ekki hátíð neinna trúarbragða. Þetta er vetrarsólstöðuhátíðin og er haldin um það leiti er byrjar að birta til á ný á norðurslóðum. Kirkjan hefur svo seinna meir eignað sér þessa hátíð og blandað henni við fæðingu krists, svokallaða kristsmessu, sem er gott og blessað fyrir þá sem vilja fagna kristsmessu. Það er þó engin ástæða til þess að hætta að halda jólin hátíðleg líka.

Baldur Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Ekki ætla ég að þræta fyrir uppruna jólahátíðar sem var vegna sigur ljóssins á myrkrinu. Hitt er alveg víst að fyrirtæki fóru ekki að gefa starfsmönnum gjafir vegna sólstöðuhátíða heldur vegna hinnar táknrænu fæðingar Frelsarans. Fæðing Jeúm frá Nasaret hefur aldrei verið tímasett en líkur eru til þess að hann hafi fæðst í mars sem var fyrsti mánuður ársin að rómversku tímatali og benda fjárhirðarnir frekar til þess. Sum fyrirtæki tóku hinsvegar að gefa starfsmönnum jólagjafir, og seinna tók verkalýðsforystan upp baráttu fyrir jólagjöfum í þeirri mynd sem nú er "desemberuppbót" og skyldaði þar með all atvinnurekendur til að gefa gjafir.

Guðmundur Paul, 29.11.2011 kl. 15:56

3 identicon

Alltaf fyndið að lesa ruglið sem kemur upp úr trúuðum. Jólin hafa verið hátíð áður en kristni varð til og hefur það með lengingu dagsins að gera, líkt og Baldur benti hér á. Gjafirnar eru hinsvegar rómverskur siður, og voru helgaðar Guðinum Satúrnusi. Þetta leyddi einmitt til að kirkjan bannaði (eins og svo margt annað) gjafir um jólin á miðöldum.

Örn Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:48

4 Smámynd: Guðmundur Paul

Örn, þá skil ég vel að atvinnurekendur á Íslandi tóku upp þann sið að gefa jólagjafir og ASÍ ásamt stéttafélögunum sömdu um að allir launþegar fengju gjafir (desemberuppbót) fyrir jól. Það var ekki vegna þess að fæðingarhátíð Jesúm færi í hönd heldur vegna þess að það var gamall rómverskur trúarsiður til heiðurs guðinum Satúrnus. Þó að mér finnist þessi saga ekki stemma hér uppi á Íslandi en ég er efins um að þau trúarbrögð hafi verið stunduð hér, þá finnst mér sagan falleg. Í stað hefðbundinnar "gleðileg jól "kveðju á þá að stand "Heill Satúrnusi". Reyndar hafa gjafir verið gefnar í árþúsundir og þá oft í minningu einhvers og/eða vegna trúarbragða eða bara til að gleðja. Við getum alltaf fundið einhvern/einhverja sem hafa gefið gjafir. Rómverjar voru ekki síður trúaðir en aðrir og hafa því gefið gjafir í nafni trúarinnar, sem er auðvitað "fyndið" eins og þú bendir réttilega á. Gjafirnar voru oftast gefnar sem "fórnir" til betra árferðis.

Guðmundur Paul, 30.11.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband