30.10.2011 | 01:28
Enn er von............
Svo bregðast krosstré sem fauskar.
Fáar þjóðir eru jafnnákvæmar og þjóðverjar, þegar fjármál eru annarsvegar.
Fyrst það getur hent þjóðverja að klúðra fjárhaldsbókhaldi sínu, eru sterkar líkur til þess að svona klúður geti einnig átt sér stað á Íslandi.
Nú er bara að endurreikna stöðuna og athuga hvort ekki finnist einhversstaðar aurar sem ekki var vitað um.
Þar sem við erum ekki með Evru, þá verðum við bara að sætta okkur við 55 milljarðar krónur finnist.
Einhversstaðar liggur þjófstolið fé. Og ekki ólíklegt að prófessor Þorvaldur Gylfason gæti fundið það ef hann tjáir sig um samtal sitt við bankastjóra Seðlabankans, eins og sjá má hér.
![]() |
55 milljarða reiknivilla í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2011 | 01:09
General Össur
Þá er bara að vígbúast.
Össur í samstarfi við NATO og Bandaríkin eru í startholunum. Nema þá að Bandaríkjamenn guggni í þessu stríði eins og því síðasta og biðji ESB að vera aftur í forsvari.
En hvað gerir Össur þegar Palestína verður í sigti Bandaríkjamanna að kröfu Gyðinga, því engin olía er þar í jörðu til að ásælast.
![]() |
Assad varar við afskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |