Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.11.2012 | 11:50
Að éta það sem úti frýs.
Hver borðar stjórnarskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2012 | 07:13
"Drottinn hefur litið til mín að afmá hneisu mína" grái fiðringurinn
Hamingjudagar á ríkisheimilinu.
Eftir eina nótt í bólinu með þriðja aðila hafði svo mikið lést brúnin á gömlu hjónunum að þau töldu sig loksins geta framkvæmt alla hluti. Grái fiðringurinn sem var farinn að gera vart við sig hafði um stundarsakir verið dempaður eftir nætursvallið og "trekanturinn" fullkomnaður.
Nú skal framkvæma allt það sem hafði verið verið látið reka á reiðum undanfarin ár.
En í ástarbrímanum, gleymdist eitt af höfuð atriðum hinnar hagsýnu húsmóður "já, en hver á að borga" eins og sagt var í gamalli revýju.
Nú höfðu öll gömlu kommaráðin brugðist, komið var að ævikvöldi og ekkert lá eftir sem þau sem þau gátu með stolti sagt "þetta gerðum við". Hjónabandið hafði ekki hlotið blessun,og vinir og ættingjar höfðu fallið frá þeim eins og nit af sköllóttu höfði, frændgarðurinn rýrnað.
Tæknifrjóvgun hafði mistekist og staðgöngumæðrun endað með hryllingi.
Í morgunsárið eftir hina fullkomnu nótt, birtist þó ljósið, sem þau höfðu hunsað hingað til eða ekki nennt að fylgja, eins og erkiengillinn Gabríel af himnum ofan.
"Drottinn hefur litið til mín að afmá hneisu mína" sagði jómfrúin eins og Elísabet forðum daga.
Nú er tilbúin fjárfestingar áætlun uppá 40 milljarða sem næsta ríkisstjórn á að framkvæma. Og peningarnir í þetta koma annars vegar með sölu og arðgreiðslum úr eignarhluta ríkisins í bönkunum og stórhækkuðum veiðigjöldum, sem nú verður tekist á um í þinginu, og óvíst um innkomu. Einnig má minna á að eignarhlutinn er ógreidd ríkisskuldabréf.
Er ekki eitthvað sem gleymist í umræðunni.
Samkvæmt skoðanakönnun mælist ríkisstjórnin með minnsta fylgi sem mælt hefur verið frá upphafi, eða svipuðu og ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar skömmu eftir hrun fjármálkerfisins. Ekki er því líklegt að óbreytt ríkisstjórn taki við völdum eftir kosningar 2013
Óvissa um fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2011 | 06:08
dulið atvinnuleysi
Þrátt fyrir að 6 manns flytji úr landi á DAG eykst atvinnuleysi. Ekki má gleyma hinum þættinum að fjöldi manns er ekki á fullum bótum og niðurfellingu á bótum unglinga á aldrinum 16-18 ára sem velferðarstjórnin samþykkti fyrir 2 árum.
16 ára unglingur greiðir til samfélagsins skatt, verkalýðsgjöld og í lífeyrissjóð af launatekjum, en er útilokaður af bótum hafi hann ekki atvinnu eða möguleika á námi.
Atvinnuleysi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2011 | 06:19
of seint í rassinn gripið.
Það hefur aldrei verið erfitt að fá íslendinga til að skuldsetja sig.
Í dag eins og undanfarna tvo til þrjá áratugi er tilhlökkun mánaðamóta með útborgun launa ekki lengur tilhlökkunarefni.
Stór hluti þjóðarinnar lifir um efni fram og þegar launagreiðslur berast renna þær oft óskiptar til kreditkorta fyrirtækja.
Auglýsingar smálána fyrirtækjanna beinast oft að ungu fólki sem hefur alist upp við að foreldrar þeirra hafa litið á það sem sjálfsagðan hlut að renna kreditkortinu í gegn fyrir "nauðsynjavörum" og eyða því fyrirfram launum sínum.
Þessu verður erfitt að breyta.
Ekki taka lán fyrir jólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2011 | 06:03
Evrópa, Afríka 21. aldar
Ég var að velta því fyrir mér hvort óróleiki á fjármálamörkuðum Evrópu, geti leitt til þess að að nýríkar þjóðir Asíu leiði til aukinna fjárfestinga þeirra í Evrópu og Norður Ameríku.
Evrópa hefur að stórum hluta sameinast undir eitt hagkerfi, sem virðist vægast sagt, standa á brauðfótum.
Bandaríki norður Ameríku eru nú þegar í skuldafangelsi Kínverja.
Í Asíu eru 2 af fjölmennustu ríkjum heims með uþb helming allra jarðarbúa. Bæði þessi ríki eru með mikinn hagvöxt öfugt við það sem gerist í Evrópu og USA.
Indverskur fjárfestir hyggur á ferðaþjónustu í Skálabrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 08:30
Þjóðarböl
Það er ekki velferðarár hjá mörgum fjölskyldum, þrátt fyrir að Íslandi sé stjórnað ef fólki sem kennir sig við jöfnuð og velferð.
Nú eru þriðju jólin að ganga í garð, eftir að þessi ríkisstjórn tók við völdum og ástandið hefur ekki batnað nema síður sé.
Hvað eftir annað les maður um að fólki sé snúið við, vegna þess að ekki sé nægt framboð.
En hvernig er þessu háttað úti á landi, ég kannast ekki við að í mínum heimabæ fari fram vikuleg úthlutun matargjafa.
Er kannski mismunun eftir því hvar fólkið býr.
Þúsundir leita sér hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 12:38
Sjálfstæðisbarátta íslendinga þá og nú
"Um undanfarna áratugi hafa vitrustu og beztu menn þjóðar vorrar barist fyrir viðurkenningu Dana á sjálfsögðum rétti vorum til þess að ráða einir högum vorum. Nú er viðurkenningin fengin, svo ótvíræð að ekki verður um deilt. í dag sezt islenzka þjóðin á bekk með fullvalda þjóðum heimsins. Stjórnmálabarátta vor hefir verið framsóknarbarátta í meira en heila öld. Stig af stigi hafa leiðtogar vorir fært þjóðina nær takmarkinu, sem hún nú er komin að. Verzlunarfrelsi, sérmálalöggjöf og fjárforræði, innlend stjórn, heimafáni alt eru þetta merkissteinar við þá braut, sem þjóðin hefir fetað til fullveldisins."
Þannig hefst ritstjóragrein Morgunblaðsins 1. desember 1918, í skugga nýgenginar inflúensu "Spánar veikinnar"
Þegar við fögnum nú 93 ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar í skugga atvinnuleysis og kreppu eru enn til menn sem vilja koma sjálfsforræði okkar í hendur erlendra ríkja.
"Vér minnumst og þeirra, sem í fylkingarbrjósti stóðu fyrir 10 árum og höfnuðu þeim kostum, sem eigi voru samboðnir þjóð vorri, og þeirra bæði Dana og íslendinga sem leystu þrautina þá, að finna leið, samboðna báðum aðiltim, út úr stjórnmáladeilunni löngu og leiðu."
Menn sem vildu yfirráð erlends ríkis yfir okkur urðu að láta í minni pokann, og voru almennt kallaðir "LANDRÁÐAMENN", en það er samheiti yfir þá sem reyna að koma þjóð sinni undir erlend áhrif og og er víðast kveðinn upp dauðadómur yfir slíkum mönnum, en hjá siðaðri þjóðum varðar það við lög og liggja þungar refsingar við.
"Í dag fellur tjaldið fyrir merkilegum þætti úr stjórnmálasögu íslands. Í dag hefst nýr þáttur og eigi ómerkilegri í sögu þjóðarinnar - Hún er viðurkennd fullveðja þjóð. En um leið áskotnast henni skyldur, sem hún að vísu hefir alltaf haft, að eigin áliti, en eigi fengið færi á að rækja, vegna forráða sambandsþjóðarinnar".
Í upphafi síðustu aldar, var það ein heitasta ósk manna að hafa forsjá lands og þjóðar í eigin hendi. Á þessum árum snerist baráttan um frelsi fólks en ekki forsjárhyggju sem það hafði búið við að mestu frá miðri 13. öld. Ungmennafélög sprutt upp um allt land og bændur tóku verslun í sínar hendur og stofnuðu samvinnufélög um reksturinn.
"Í dag fá íslendingar það hlutverk, að halda uppi sæmd yngsta ríkisins i heiminum. Og vonandi finnur öll þjóðln til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir, til ábyrgðarhlutans, sem fallinn er oss í skaut með sambandslögunum nýju. Það er eigi minna um vert, að kunna að gæta fengins fjár en að afla þess".
"Aldrei hefir þjóðinni fremur en nú riðið á að eiga vitra menn og góða til þess, að verja lífi sínu og orku í þágu þjóðar sinnar. Og aldrei vaknar þjóðin sjálf til meðvitundar um ábyrgðina, sem á henni hvílir, ef ekki nú. Aðrar þjóðir fórna lífi sínu fyrir frelsið. Frelsi þjóðar vorrar er ekki keypt fyrir blóð. En það er dýrkeypt samt."
Svo mörg voru þau orð og gætu vel átt sér stað í samtímanum, þegar naumur meiri hluti alþingismanna með minnihluta þjóðarinnar, stundar þann verknað sem víðast flokkast undir LANDRÁÐ, að koma þjóðinni aftur undir vald erldra þjóða.
Fagna fullveldisdeginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 13:04
Mismunun
Hversvegna ætli desemberuppbót og jólabónus séu tilkomnar.
Skýringin er auðvitað sú að það er leið atvinnurekenda að þakka starfsmönnum vel unnin störf á árinu.
En megin skýringin er sú að þetta eru jólagjafir til starfsmanna sem síðan var sett í lög til að létta undir með auknum kostnaði vegna hátíðarhalds.
Sannir trúleysingjar eiga því að afþakka gjafirnar eða láta þær renna til góðgerðarmála. Hinir taka undir með gefandanum og óska honum einnig gleðilegra jóla.
Launþegar fá allt að 200 þúsund í jólabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 12:41
Stór orð en að venju lítið um efndir
Jón vinur minn verður hér eftir nefndur bláþráður.
Vinstrimenn hamra nú á Jóni fyrir að vera í andstöðu við trúarstefnu þeirra, en geta ekkert gert annað en að nöldra.
Væntum þykja þeirra fyrir þægilegum stólum er ofar hugsjóninni.
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur steytt á skeri og ekkert smjörfjall getur komið þeim á flot aftur.
Jón heldur fast við ákvörðun sína þrátt fyrir hótanir Jóhönnu og Steingríms um sviptingu embættis.
Áfram Jón.
Jón er enn ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 11:54
að boði Heródesar konungs
Ef ekki má fara með bæn í heimsókn í kirkju á aðventunni, þá er einnig óskiljanlegt hversvegna það er þá farið með börnin í kirkju.
Aðventa er komið af latneska orðinu adventus (Að baki liggur latneska sögnin advenio'ég kem til' sem leidd er af latnesku sögninni venio 'ég kem' með forskeytinu ad-), og þýðir tilkoma eða vænting og er trúarlegt tímabil.
Á sama tíma og skólar Reykjavíkurborgar, að forboði Heródesar konungs og hirðar hans, hamast við að uppfylla kröfur um afnám trúar tákna fyllast götur borgarinnar af bjöllu- og kerta skreytingum í tilefni fæðingarhátíðar frelsarans Jesúm Krists.
Hræsni forsjárhyggju manna á sér engin takmörk.
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |