Sjálfstæðisbarátta íslendinga þá og nú

"Um undanfarna áratugi hafa vitrustu og beztu menn þjóðar vorrar barist fyrir viðurkenningu Dana á sjálfsögðum rétti vorum til þess að ráða einir högum vorum. Nú er viðurkenningin fengin, svo ótvíræð að ekki verður um deilt. í dag sezt islenzka þjóðin á bekk með fullvalda þjóðum heimsins. Stjórnmálabarátta vor hefir verið framsóknarbarátta í meira en heila öld. Stig af stigi hafa leiðtogar vorir fært þjóðina nær takmarkinu, sem hún nú er komin að. Verzlunarfrelsi, sérmálalöggjöf og fjárforræði, innlend stjórn, heimafáni — alt eru þetta merkissteinar við þá braut, sem þjóðin hefir fetað til fullveldisins."

Þannig hefst ritstjóragrein Morgunblaðsins 1. desember 1918, í skugga nýgenginar inflúensu "Spánar veikinnar"

Þegar við fögnum nú 93 ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar í skugga atvinnuleysis og kreppu eru enn til menn sem vilja koma sjálfsforræði okkar í hendur erlendra ríkja.

"Vér minnumst og þeirra, sem í fylkingarbrjósti stóðu fyrir 10 árum og höfnuðu þeim kostum, sem eigi voru samboðnir þjóð vorri, og þeirra — bæði Dana og íslendinga — sem leystu þrautina þá, að finna leið, samboðna báðum aðiltim, út úr stjórnmáladeilunni löngu og leiðu."

Menn sem vildu yfirráð erlends ríkis yfir okkur urðu að láta í minni pokann, og voru almennt kallaðir "LANDRÁÐAMENN", en það er samheiti yfir þá sem reyna að koma þjóð sinni undir erlend áhrif og og er víðast kveðinn upp dauðadómur yfir slíkum mönnum, en hjá siðaðri þjóðum varðar það við lög og liggja þungar refsingar við.

"Í dag fellur tjaldið fyrir merkilegum þætti úr stjórnmálasögu íslands. Í dag hefst nýr þáttur og eigi ómerkilegri í sögu þjóðarinnar - Hún er viðurkennd fullveðja þjóð. En um leið áskotnast henni skyldur, sem hún að vísu hefir alltaf haft, að eigin áliti, en eigi fengið færi á að rækja, vegna forráða sambandsþjóðarinnar".

Í upphafi síðustu aldar, var það ein heitasta ósk manna að hafa forsjá lands og þjóðar í eigin hendi. Á þessum árum snerist baráttan um frelsi fólks en ekki forsjárhyggju sem það hafði búið við að mestu frá miðri 13. öld. Ungmennafélög sprutt upp um allt land og bændur tóku verslun í sínar hendur og stofnuðu samvinnufélög um reksturinn.

"Í dag fá íslendingar það hlutverk, að halda uppi sæmd yngsta ríkisins i heiminum. Og vonandi finnur öll þjóðln til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir, til ábyrgðarhlutans, sem fallinn er oss í skaut með sambandslögunum nýju. Það er eigi minna um vert, að kunna að gæta fengins fjár en að afla þess".

"Aldrei hefir þjóðinni fremur en nú riðið á að eiga vitra menn og góða til þess, að verja lífi sínu og orku í þágu þjóðar sinnar. Og aldrei vaknar þjóðin sjálf til meðvitundar um ábyrgðina, sem á henni hvílir, ef ekki nú. Aðrar þjóðir fórna lífi sínu fyrir frelsið. Frelsi þjóðar vorrar er ekki keypt fyrir blóð. En það er dýrkeypt samt."

Svo mörg voru þau orð og gætu vel átt sér stað í samtímanum, þegar naumur meiri hluti alþingismanna með minnihluta þjóðarinnar, stundar þann verknað sem víðast flokkast undir LANDRÁÐ, að koma þjóðinni aftur undir vald erldra þjóða.


mbl.is Fagna fullveldisdeginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband