25.11.2011 | 16:04
Samfylking í kosningagír
Samfylkingarþingmenn í norðausturkjördæmi eru farnir að örvænta, þetta er jafnframt kjördæmi Steingríms sem getur gert hvað sem er án þess að kjósendur hans sjái eitthvað athugavert við það.
Hér á árum áður voru þessi kjördæmi norðaustur og austurlandskjördæmi sterk framsóknarvígi. Það gæti farið svo að samfylkingin tapi fjölda atkvæða og þá jafnvel til framsóknarflokksins í kjördæminu.
Nú er ekki seinna vænna fyrir Kristján og Sigmund Erni að setja upp vandlætinga svipinn og reyna telja kjósendum fylkingarinnar trú um að allt verði gert (einhvertíma).
Það má alltaf ljúga að kjósendum og jafnvel bjóða þeim uppá eitthvað á Bakka við Húsavík og reyna þannig að vinna upp glataða tiltrú.
Samfylkingin er hvort eð er búinn að svíkja allt sem hún lofaði kjósendum sínum í þessu kjördæmi.
![]() |
Brjáluð ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 13:14
Standa Samfylkingarmenn við stóru orðin?
![]() |
Beiðni Huangs synjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2011 | 06:20
þá hefst ballið á ný
Kreppunni er hér með formlega lokið.
Innkaupaferðir til Glasgow er ekki lengur inni. Nú er það Boston og kaupæðið að fara í sama farveg og áður.
Það verður ekki af okkur Íslendingum skafið að við sóum gjaldeyri með reisn.
Bankahrunið er bara leiðinleg minning sem var Sjálfstæðisflokknum, Geir og Davíð að kenna en ekki hinum almenna borgara sem hefur skuldsett sig uppyfir rjáfur fengið niðurfellingu skulda og er tilbúinn að fara sömu slóð og fyrr.
![]() |
Nýtt met í Boston-ferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2011 | 06:12
kemur ekki á óvart
enn ein aðgerð ríkisstjórnarinnar gegn þeim er minna mega sín í þjóðfélaginu,
![]() |
Fá ekki desemberuppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2011 | 14:15
"frá fátækt til bjargálna"
Aftur verðum við íslendingar að vinna undir kjörorðinu frá "fátækt til bjargálna".
Það veldur oft misskilningi að við hefðum orðið fátæk við fall bankanna, en hið sanna er að aðgerðir eða aðgerðaleysi núverandi stjórnvalda ollu fátækt og jafnvel örbirgð sumra og þá ekki síst þeirra sem minna máttu sín eða stóðu höllum fæti.
Velferðarstjórnin hin "tæra og gagnsæja" er ekkert annað en gegnsæ, líkt og föt keisarans forðum en múgurinn sem kveikti elda og barði trumbur fellur að stafi af aðdáun yfir tískudrósinni.
![]() |
Fjármál heimilanna forgangsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2011 | 07:24
hvað er eðlilegt verð?
Í gær var ég að hlusta á þýska fréttastöð sem fjallaði um hækkun eldsneytisverðs.
Þar kom fram að olía væri komin upp í 1.53 evrur á meðan bensín væri á 1.50 evrur lítrinn.
Fréttaþulurinn bætti við að eðlilegur munur á verðlagi þessara eldsneytistegunda væri 23 cent, olíunni í vil.
Hérlendis hefur hinsvegar verið nánast sama verð á bensíni og díselolíu.
Hvað skýrir þennan mun hér og í Þýskalandi
![]() |
Dísilolían orðin 15 kr. hærri en bensín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2011 | 12:22
íslenskar björgunarsveitir
Enn eitt sinn, sýna íslenskir björgunarsveitarmenn í verki fórnfýsi og dugnað.
Um 400 sjálfboðaliðar víðsvegar af landinu, eru þegar þetta er skrifað, að leita að týndum ferðamanni, við aðstæður sem venjulegum sófa manni hugnast ekki.
Björgunarsveitarmönnum verður seint fullþakkað allt það fórnfúsa starf sem þeir inna af höndum við misjafnar aðstæður.
![]() |
Ferðamaðurinn enn ófundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2011 | 12:16
fortíðarþrá
Það myndi gleðja marga gamla royalista ef við tækjum aftur upp samband við Danaríki.
Krónan okkar er í reynd afsprengi danska gjaldmiðilsins og bar framan af kórónu því til staðfestingar.
Mér hefur allatíð verið hlýtt til Dana og vildi af tveimur illum kostum frekar vera í samstarfi við Dani en Evrópubáknið.
![]() |
Hugsanlegt að taka upp danska krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 13:42
Hinn mikli spámaður er fæddur, en það er ekki Messías
Össur er greinilega með aðra forspár eiginleika en flestir fjármálasérfræðingar heimsins, sem telja Evruna vera að syngja sitt síðasta.
Össur siglir greinilega að sömu höfn og forverar hans í utanríkismálum, þ.e.a.s í örugga höfn alþjóðastofnanna eins og Ingibjörg Sólrún og Jón Sigurðsson.
Með þessa spádómsgáfu í fjármálum heimsins gæti hann orðið bankastjóri Alþjóðabankans eða forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Það er hinsvegar alveg ljóst að hann er ekki á leið í formannsstól íslensku kratahreyfingarinnar.
![]() |
Spurði hvaða ESB Ísland ætti að ganga í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 13:21
var Davíð að stríða Þorvaldi?
Það er ekkert óljóst við ummæli Þorvaldar Gylfasonar.
Efnahags og viðskiptaráðherra getur ekki talið það léttvægt eða óljóst þegar "virtur" hagfræðingur, prófessor og þar að auki formaður stjórnaskrárnefndar ríkisstjórnarinnar, haldi því fram opinberlega að Seðlabanki Íslands stundi peningaþvott.
Þetta mál þarf að rannsaka hið fyrsta, þó ekki með viðamikilli rannsóknarnefnd heldur beint sem sakamál.
Að fyrrum seðlabankastjóri, reyndar ónafngreindur, sé hafður fyrir þessu, segir meira um alvarleika málsins. Nema þá að Davíð Oddsson hafi verið að stríða Þorvaldi.
Þessi saga minnir á önnur mál sem kennd eru við frú Gróu á Leiti, sem vildi hafa ónafngreinda mektarmenn, fyrir sögum sínum en nafngreindi þá þó ekki.
![]() |
Seðlabankinn rannsaki óhreint fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |