þá hefst ballið á ný

Kreppunni er hér með formlega lokið.

Innkaupaferðir til Glasgow er ekki lengur inni. Nú er það Boston og kaupæðið að fara í sama farveg og áður.

Það verður ekki af okkur Íslendingum skafið að við sóum gjaldeyri með reisn.

Bankahrunið er bara leiðinleg minning sem var Sjálfstæðisflokknum, Geir og Davíð að kenna en ekki hinum almenna borgara sem hefur skuldsett sig uppyfir rjáfur fengið niðurfellingu skulda og er tilbúinn að fara sömu slóð og fyrr.

 


mbl.is Nýtt met í Boston-ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta er byrjað aftur einsog þú segir, er þá er Samfylkinginn og VG sem er ábyrg í þetta skiptið ?

Eða á bara að lifa í fortíðini ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 07:08

2 identicon

Það á auðvitað ekki að veita Íslendingum rétt til þess að fara erlendis til að versla. Þeir eiga að vera á Íslandi og versla á Íslandi.

Í staðin fyrir gjaldeyrishöft sem ekki eru að virka, þá hefði ferðabann verið heppilegra.

:)

Stefán (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 07:43

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er nú einfallt allt saman. Eins og málum er háttað hér heima er tilfellið að verðmismunur er amk. 100% á vörum hér heima og í USA. Í sumum vöruflokkum meiri, sérstaklega í fatnaði.

Sindri Karl Sigurðsson, 24.11.2011 kl. 08:18

4 Smámynd: Guðmundur Paul

Birgir, ég get ekki séð að það sé stjórnmálaflokkum að kenna, eða þakka skuldsetning einstaklinga. Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa valdið því að fólk hafi meira á milli handanna, þá get ég ekki áttað mig á því. Atvinnuleysi hefur vart minnkað nema vegna brottflutnings og skerðingu réttinda til bóta. 

Guðmundur Paul, 24.11.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Guðmundur Paul

Stefán, gjaldeyrishöft virka sjaldan, munurinn er sá að það eru ekki allir sem geta nálgast gjaldeyri. Þegar ég var að fara í mínar fyrstu utanlandsferðir á 7. áratugnum skrapaði maður saman gjaldeyri á svörtum markaði. Það er hugsanagangur íbúanna sem skiptir máli. Hér er einstaklingshyggjan og skammtíma sjónarmiðin sem ráð. Þegar bankarnir hrundu haustið 2008 var stað almennings mjög slæm. Stórhluti þjóðarinnar var skuldugur uppfyrir haus vegna neysluskulda, ástandið hefði oprðið mun verra ef ríkissjóður hefði staðið höllum fæti.

Guðmundur Paul, 24.11.2011 kl. 11:07

6 identicon

Fæolk hefur MINNA milli handana eftir skattahækkanir, en notar peningana betur, verslar utan Íslands, og þar með verður ríki af skattekjum.

veit um fullt af fólki sem er að nota flugpuntana sína og fer á til USA og eyðir því sem það á

Einfalt ekki satt !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband