24.10.2010 | 10:25
Svona er þetta Úffi minn
Það hefur lengi loðað við dani, svía og norðmenn að vera rasistar. Danir voru lengi að fyrirgefa okkur íslendingum að við skyldum hafa svikið þá, meðan þeir vorum hernumin þjóð.
Þó Danir séu upp til hópa vingjarnlegir þá er stutt í vanvirðingu þeirra á því fólki sem þeim finnst vera annarflokks þjóðir, og má þar nefna álit þeirra á nýlendubúum þeirra, nágrönnum okkar í austri og vestri.
Danir voru á sínum tíma afkastamestir í þrælaflutningum af öllum þeim þjóðum sem slíkt stunduðu. Það var ekki fyrr en Bretar hótuðu þeim vopnavaldi að þeir drógu úr þrælaflutningum til BN en fluttu samt ógrynni af þrælum til sykur plantekra sinna í Karíbahafinu.
Enn þann dag í dag skilgreina Danir frjálsar og ófrjálsar þjóðir með orðunum "paa" og "i", þar sem "paa" þýðir ófrjáls, sbr "paa Grönland" en "i Island" sem var alltaf fyrir 1950 "paa Island".
Kynþáttastríð þeirra á Nörrebro, sem nú er að verða að gettói, ber þess merki að grunnt er á milli Dana og innflytjenda.
Það er ekki bara á hinum norðurlöndunum sem rasismi er að festa rætur, heldur verðum við að gæta vel að okkur að lenda ekki í sömu gryfju. Atvinnuleysi og vaxandi fátækt eru gróðrarstíur fyrir alla afbrigðilega hegðun.
Ef við festumst í fátækt, er skammt í það að hér skapist samskonar ástand og við erum að verða vitni að í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, þangað sem margir Íslendingar flytja til og ganga í þau störf sem Norðmenn telja sér ekki samboðin.
![]() |
Ellemann-Jensen vill nýja stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2010 | 10:00
sósíalismi og kommúnismi
Þessu var haldið fram á sínum tíma, Radíóamatörar víða um heim náðu sendingum og létu vita af því sem þar var að gerast, en auðvitað neituðu Rússar því. Enda sögðu þeir aldrei fyrirfram hvenær stæði til að skjóta geimförum á loft.
Um þetta leiti gerðu þeir einnig margar tilraunir með kjarnorkuvopn, sem og Bandaríkjamenn og Frakkar. Flestar þessar tilraunasprengingar voru sprengdar ofanjarðar og menguðu út frá sér meðal annars hér og féll til jarðar með úrkomu.
Okkur börnunum á þessum tíma var bannað að borða snjó af hættu við geislavirkni.
Rússarnir sögðu ekki heldur frá þessu, þar var allt upplýsingastreymi til almennings bannað, eins og annarsstaðar í ríkjum alþýðusósíalismans og kommúnista.
![]() |
Svartur dagur í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 11:48
pappírsfótur
Það getur vart verið annað í spilum Japana en að fella gengið, jafnvel um allt 50 %.
Þetta myndi gagnast skuldsettum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi betur en allar hugmyndir Steingríms og Jóhönnu. Annað í stöðunni hjá Japönum og þá þeim sjálfum til hjálpar væri að selja dollar fyrir gull.
Að öllum líkindum mun verð á gulli fara hækkandi á næstunni og framtíðar undirstað gjaldmynta verði þá gullið.
![]() |
Efnahagur Japan í biðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 11:00
kemur okkur ekki til góða
Það ætti að vera okkur Íslendingum gleðiefni að tunnan skuli vera að nálgast 80 dollara markið.
Enn samt er það þannig að þrátt fyrir lækkun olíuverðs og tiltölulega lágs gengis USD gagnvart krónunni þá sér þess ekki stað í verðlagningu hér á landi.
![]() |
Olíuverð á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 10:55
enn ein neikvæða fréttin frá ESB
Þökk sé risanum á markaðinum að ekki skuli vera meiri meðal halli á viðskiptum. Þjóðverjar eru nánast einir um að halda uppi milliríkja viðskiptum innan ESB. Slagorðið kaupum innflutt frá áttunda áratugnum er nú tekið upp aftur í Þýskalandi, sem reyndar virkaði illa.
Þó má segja að flestar þjóðir innan ESB geti verið sjálfum sér nægar. Meðal innflutningsþörf ESB þjóða er um 12 %.
Hvernig skyldi staðan vera hér og batnar hún eða versnar ef við göngum í ESB.
Heimafenginn gróði hefur allatíð reynst happadrýgstur.
![]() |
Aukin vöruskiptahalli á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 10:38
Stöðugleiki evrunnar
Það er greinilegt að menn treysta ekki evrunni.
![]() |
Bjartsýni fjárfesta ekki minni í 21 mánuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2010 | 05:03
ekkert að marka ?
Það er greinilegt að eitthvað er að í fjármálaráðuneytinu. Ekki virðist vera yfirsýn yfir ríkisreikningana.
Gæti verið að það sé kannski hagnaður af öllum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni.
![]() |
Fjárlagahalli minni en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2010 | 04:59
laus störf
Af hverju ætli mér hafi ekki dottið þetta í hug. Það er aldrei að vita nema maður hefði fengið djobb sem ráðuneytisstjóri hjá Steingrími eða Jóhönnu.
Eina ríkisapparatið sem ekki er að segja upp starfsmönnum eru ráðuneytin.
![]() |
Húsvíkingar sækja um starf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2010 | 12:47
venjubundið eftirlit
Þeir eiga ekki langt að sækja fyrirmyndirnar, aðstandendur ríkisstjórnarinnar, guðforeldrar VG.
þeir Svavar og Hjörleifur eru báðir vel menntaðir í Stasýskum fræðum frá Austur-Þýskalandi og vita því hvernig á að kúga almenning með eftirliti og áreiti. Þessar aðferðum kommúnista hafa svo breiðst út og sama hvað hver segir þá er alltaf einhver stóri bróðir sem fylgist með þér.
![]() |
Yfirheyrður vegna Facebookfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2010 | 06:59
Tímaþjófnaður að vera borgarstjóri
Þá er komið að því, að Gnarrinn er búinn að fá nóg.
Það er greinilegt að það á ekki við hann að vera í fastri 9-5 vinnu og þarf því að gera eitthvað í málunum.
Það hefur sannast á honum hversu djöfullegt það getur verið þegar vinnan er farinn að hafa áhrif á fíflaganginn, þegar ekki er hægt að stunda vinnu sína lengur vegna fíflagangs.
Það er bara 3 og hálft ár eftir.
![]() |
Snýst um stól fyrir Dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |