Bláa höndin?

Það hefur verið lenska hér að rakka tvo menn niður í svaðið, og hefur sú aðför mynnt mig dálítið á skelfilegt athæfi í smáborg í Bandríkjunum sem nýverið var sagt frá í sakamálaþætti í DV og er einnig nýkomin á DVD.

Sagan er um tvær systur sem voru settar í fóstur hjá vandalausum meðan foreldrarnir fara í sirkusferð. Í stuttu máli er annarri systurinni komið fyrir í kjallara hússins vegna misskilnings og lyga þar sem heimilisfólkið og aðkomnir níðast á henni um lengri tíma, öllum finnst þetta sjálfsagt og taka þátt í því gagnrýnislaust, finnst það skemmtilegt og fyrst aðrir gera það hlýtur það að vera sjálfsagt.

Hér á Íslandi eru það Davíð og Hannes Hólmsteinn,  sem gefið hefur verið fullt frelsi til að hæða og níða. Fólk tekur undir með lýðnum og fátt er fyndnara en lúalegir brandarar um þessa menn. Á mótmælafundum virðist vera nóg að segja "Davíð" og þá er hlegið, hversu afkáralegur áróðurs textinn sem var á undan eða á eftir, var í rauninni. Á sínum tíma sagði Ólafur Ragnar núverandi forseti Íslands að Davíð hefði skítlegt eðli, þetta var þá talið eitt það sóðalegasta orðbragð sem haft var frammi af ræðustóli Alþingis. Mörgum árum síðar hefur þessu verið snúið við og reynt að klína þessum orðum á Davíð og reynt að láta líta svo út að hann hafi sagt þetta.

Davíð varð efnahagsmálaráðherra Íslands eftir að vinstrimenn gáfust upp á stjórnarsamstarfinu rétt einu sinni enn (því þeir hafa aldrei getað setið út heilt kjörtímabil) og skildu eftir sig efnahag Íslands í rúst eftir yfir 100% verðbólgu.

Það er skemmst að segja að öll vitum við að á stuttum tíma komumst við útúr þeirri kreppu þannig að undrun sætti út í heimi. Davíð veitti þjóðinni frelsi til athafna sem því miður var svo misnotað af fáum mönnum eða klíkum, sem við sjáum því miður árangurinn af. Við Íslendingar sem höfum aldrei getað farið með peninga, enda ekki nema 60 ár frá því að við hættum vöruskiptaverslun, skellum því allri sök á Davíð (skjótum sendiboðann). Sjálf tókum við þátt í þessum dansi í kringum gullkálfana, eyddum eins og það væri aðal markmiðið að eiga nóg af öllu. Það skipti ekki máli hvort við ættum fyrir hlutunum eða ekki, allt var sett á Visa raðgreiðslur eða tekinn yfirdráttur í bankanum. Þegar bankarnir ætluð svo að ýta Íbúðalánasjóði af markaðinum og undirbuðu vexti tókum við svo sannarlega við okkur og náðum okkur í 100 % lán en gleymdum að skoða smáaletrið, endurskoðun vaxta eftir 2-3 ár og allt gengistryggt.

Hvað hefði nú verið sagt í hinum "frjálsu" fjölmiðlum, ef Davíð hefði tekið af skarið og fyrirskipað fjármálaeftirlitinu að stöðva bankana í þessari útþenslu sinni, bannað þeim að lána 1000 miljarða til eins einstaklings. Nógu mikið fárviðri varð um fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma.

Gæti verið að bláa höndin sé í raun bleik hönd í dulargerfi, höndin sem ruggaði vöggunni minni?


mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband