Jóhanna vs Merkel

Í upphafi var gert grín að Angelu Merkel hún sögð lummó, framkoma hennar og klæðaburður þóttu ekki í stíl við það sem gerðist í efstu lögum stjórnkerfisins.

Merkel er með bakgrunn í kommúnísku ríki þar sem miðstjórnunar spilling var í hávegum höfð.

En til þess eru vítin að varast þau. Með þessa reynslu í farteskinu gekk hún til samstarfs við CDU, þegar járntjöld kommúnista féllu. Það var gæfu spor fyrir hið nýja Þýskaland sem tók á sig byrðar sameinaðra þjóðar. Merkel er af gamlaskólanum þar sem hin hagsýna húsmóðir var miðja fjölskyldunnar og stýrði henni af þeim efnum sem til voru.

Nú sér hún að þrátt fyrir hagsýnina, eða vegna hennar, verði aðrar fjölskyldur í samfélaginu einnig að herða ólina og sýna fyrirhyggju.

Ekki held ég að Jóhanna sæki fyrirmyndir til Angelu Merkel eða Margrétar Thatcher sem kölluð hefur verið járnfrúin. En það væri svo sannarlega ekki leiðum að líkjast.

Jóhönnu mun hinsvegar allatíð vera minnst beiskrar konu og þess tíma sem aldrei kom (sem betur fer).

Hún líkist ekki heldur nöfnu sinni frá Orléans og heilagleikinn hennar aðeins háðyrði


mbl.is „Vasarnir ekki ótæmandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband