28.11.2011 | 12:37
Jómfrúarferðin 1912
Á meðan Bretar og helstu fjármálablöð heimsins spá hruni í ríkjum ESB, heldur ríkisstjórn Ísland ótrauð áfram að koma Íslandi inn í þann Hrunadans.
Ríkisstjórnar meirihlutinn er það tæpur að maður hefði haldið að Jóhanna og samfylkingin myndu reyna að hægja á gífuryrðum um samstarfsmenn sína.
Staðan í ríkisstjórnarsamstarfinu er ámóta og var um áramótin 2008-9. Samfylkingin notar alltaf sömu taktana, byrjar að rægja niður samstarfsmenn sem upphaf að stjórnarslitum.
Ef fréttir Financial Times eru á rökum reistar, þá er aðildarumsóknin hrein fásinna.
Það má líkja þessu ferli á svipaðan hátt og jómfrúarferð Titanic 1912. Ríkisstjórnin fagnaði ferðinni með jómfrúnni, allt var látið líta sem glæsilegast út og ferðin var farin með lúðrablæstri og trumbuslætti.
En glamúrinn var aðeins á yfirborðinu, við stjórnvölinn var óhæfur kafteinn sem ekki lét sér segjast þó válynd veður væru í kortunum og tók ekki mark á samstarfsmönnum sem skynjuðu hættuna. En í lestinni við lélegan aðbúnað voru svo farþegar sem í engu réðu um örlög sín. Fólki hafði verið talin trú um að farið væri hið traustasta og almenningi til hagsbóta.
En á Íslandi voru hinsvegar áhafnarmeðlimir sem ekki vildu taka þátt í þessari glæfrasiglingu og farþegar sem stukku frá borði í stað þess að bíða örlaga sinna á varasömu Norður-Atlantshafinu.
Þrátt fyrir að útlitið sé slæmt og veðurspár næstu daga séu slæmar, þá heldur kafteinninn ótrauður áfram á fullri ferð. Ekki hvarflar að henni eitt andartak að senda boð til vélstjórans um að hægja á vélinni eða jafnvel stöðva hana á meðan aðstæður verði kannaðar.
Fyrsti stýrimaður, situr á sama tíma íbygginn í brúnni. Hann veit að hvernig sem fer þá getur hann alltaf logið sig útúr ábyrgðinni og stuðningur bakhjarla hans breytist ekkert. Hann skal njóta ferðarinnar á meðan á henni stendur, það er ekki víst að annað tækifæri gefist.
Þessi nútíma Titanic ferð stefnir í sama hamfarslysið og ferðin sem farin var fyrir 100 árum.
Það getur ekkert bjargað fleyinu nema uppreisn um borð og stjórarnir annaðhvort kjöldregnir eð hengdir uppí hæsta reiða.
![]() |
Varað við mögulegu hruni evrusvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.