29.10.2011 | 08:37
Velferðarstefna ríkisstjórnarinnar í hnotskurn
Það hlýtur að vera mikið gleðiefni fyrir blankan fjármálaráðherra að tilkynna þessa frétt á landsfundi VG á Akureyri.
Þarna sparast töluverður peningur sem Steingrímur og Jóhanna geta síðan stært sig af sem bata í hagkerfinu og einnig sem lækkun fjölda atvinnulausra.
Það verður seint logið uppá hina tæru vinstristjórn að hún standi ekki við grundvallar markmið flokka sinna.
Margar ungar konur missa bótarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfsagt að hnýta í Steingrím og Jóhönnu.
Hrunið er þeim að kenna.ekki rétt ?
Hörður Halldórsson, 29.10.2011 kl. 08:46
Þín orð ekki mín.
Atvinnuuppbygging (eða skortur á henni) og raunhæf skjaldborg er á þeirra ábyrgð.
Það er eitthvað að hjá þér ef þú ert sáttur við að tæplega 900 manns detti út af bótum vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar sem í upphafi kynnti sig sem velferðarstjórn.
Guðmundur Paul, 29.10.2011 kl. 09:09
þau gera vonandi eitthvað fyrir þetta fólk.Verða þá að skera niður annars staðar því ekki er hægt að hækka skatta meir.
Hörður Halldórsson, 29.10.2011 kl. 16:46
það sem gerist hér um áramótin 2008 / 2009 er að atvinnuleysi fer úr 2000 upp í 12.000 . það hefur ekkert verið gert til að skapa störf sem töpuðust i hruninu, það virðist heldur ekki meiga setja pening í átaksverkefni eða framkvæmdir til að taka á vandanum, en á sama tíma er búið að samþykkja , að ríkið haldi áfram að greiða niður frjósemisaðgerðir, á meðan það er ekki einu sinni til störf fyrir allt fólkið sem er þegar til.
GunniS, 29.10.2011 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.