Morð er ekki fagnaðarefni....... eða hvað?

Fréttir af morðinu á Muammar Gaddafi, þar sem lík hans er niðurlægt geta ekki verið fagnaðarefni siðaðrar þjóða.

Alþjóðleg inngrip í innanríkismál annarra þjóða er ekki nýtt. Víða eru mannréttindi brotin án þess að stórveldi og hernaðarbandalög skipti sér af málunum.

Þannig er það td í Saudi Arabíu, en þar eru við völd vinir Herra þjóðarinnar.

En er allt í sómanum hjá Evrópuþjóðum, eða í Norður Ameríku, hvernig myndum við bregðast við ef hernaðarbandalög í Asíu eða Afríku myndu gera innrás í Evrópu ríki, vegna þess að að þau telji að mannréttindi séu brotin í viðkomandi ríki, að skipting auðæfa landsins sé misskipt, að fámennar valdaklíkur stjórni landinu eða að almenn mannréttindi til lífs skv Mannréttindasáttmála Sþ séu ekki virt.

Eða eru það kannski vestrænar þjóðir og vestræn viðmið sem eiga að hafa forgang.

Í Líbíu og öðrum ríkjum, sem hafa áður verið nýlendur Evrópuþjóða eru ættbálkatengsl sterk, og ekki öruggt að friður haldist þrátt fyrir að einn "harð" stjóri sé myrtur með samþykki okkar vesturlandabúa.

Bandaríkjamenn hafa oft leikið þennan leik að setja af ríkisstjórn sem þeim er ekki að skapi, td í Suður Ameríku og þá jafnframt stutt harðstjóra, eins og í Chile.

Seinni ár hafa svo Bandaríkjamenn farið fram á stuðning Evrópuþjóða svo þeir sætu ekki einir með ábyrgðina.

Fyrir fáeinum árum, krafðist núverandi stjórnarmeirihluti, rannsóknar á því hvers vegna Ísland hefði gerst aðili að innrásinni í Írak og að Ísland yrði strikað út af stuðningsyfirlýsingunni.

Árásin á Líbíu var gerð með stuðningi NATO og ESB, og þar af leiðandi okkar íslendinga. Og erum við því samsek um morðið á Gaddafi og þar með stríðsglæp.

Miðað við ný ummæli Obama Bandaríkjaforseta "Iran will pay a price", má búast fljótlega við nýjum stríðsyfirlýsingum.

Og þá líklegast með stuðningi mínum án þess að eftir honum verði leitað.


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna falli Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Morð? Þetta var nú frekar meindýraeyðing.

corvus corax, 21.10.2011 kl. 07:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Aðra eins meðferð hef ég ekki séð, hvorki fyrr eða síðar, þetta atvik sýnir kannski á hve "háu plani" hin svokallaða siðmenning er hjá mörgum.  Ef einhverjum finnst þessi meðferð réttlætanleg, ætti sá hinn sami að leita sér aðstoðar................

Jóhann Elíasson, 21.10.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband