20.10.2011 | 06:51
Jón Ásgeir-Public benefactor
Málarekstur gegn Baugs liðinu hefur tekið langan tíma og kostað mikið fé.
Í réttarhöldunum yfir Al Capone, sagðist hann hafa veitt fólki gleði og ánægjulegar stundir (I've given people light pleasures," "shown them a good time."
Í mörg ár höfðu amerísk stjórnvöld reynt að fá hann dæmdan en her lögfræðinga með lagaflækjum komið honum undan. Það var ekki fyrr Frank Wilson og lið hans breyttu um stefnu og ákváðu að einfalda málið og fara fram á hámarksrefsingu sem þeim varð loks ágengt og fengu hann dæmdan árslok 1930.
Það var aðeins eitt skjal sem varð honum að falli svokallað Mattingly skjal. Það tók kviðdóm 8 klukkutíma að komast að niðurstöðu: SEKUR.
Alríkisdómarinn James Wilkerson, dæmdi hann síðan til 11 ára fangelsisvistar sem var þyngsti mögulegi dómur fyrir skattalagabrot sem dæmdur hafði verið.
Al Capone sat svo í fangelsi í tæp níu ár en var þá veitt lausn af heilsufarsástæðum, en hann þjáðist af sífyllis.
Þessi frægi dómur Wilkerson hefur svo verið notaður sem dæmi um hvernig hægt er að einfalda mál sem eru mjög flókin.
Fyrirsögnin er tilvitnun í Al Capone, þegar lýsti sjálfum sér og virðist eiga vel við, sbr "vinir litla mannsins"
Líka gerð fangelsisrefsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.