14.10.2010 | 03:06
Dagur gnarristanna
Enn eitt leikshowið í gangi. Ánægjulegt að sjá hvað gnarristar geta verið málefnalegir. Ég kvíði ekki framtíð Reykjavíkur með þennan frábæra meirihluta sinn. Það eru ekki mörg bæjarfélög sem hafa svona hugmyndaríkan bæjarstjórnar meirihluta.
Ég er með smá sparnaðartillögu fyrir Jón Gnarr, að í stað þess að moka snjó á veturna ætti borgin að gera það á sumrin. Öllum er það ljóst að mun auðveldara verður að moka snjó á sumrin þegar mun minna fellur af snjónum.
Skyldu þeir kjósendur, sem héldu að þeir væru að kjósa nýtt afl í stjórnmálum ekki vera yfir sig hrifnir af vitleysisganginum í borginni. Ætli doktor Dagur sé ekki að verða búinn með kvótann sinn í stuðningi við vitleysinga.
UngBest fordæma bókun Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Luktar gvendur.við vorum með fjóra Borgarstjóra á síðasta kjör tímabili sennilega einhver enn á launum, það var vitleysisgangurinn sem felldi borgina.Jón Gnarr og félagar eru ekki vitleysingar manstu í gamladaga þá voru
miðvikudagar án víns og milli 2,30 og 19.00 var bannað að selja vín á veitingast.
Ég vil fá þennan tíma aftur, heilu árgangarnir eru farnir í hundana það þarf að fylla landið af útlendingum til að vinna þar sem stór hópur ungmenna er orðin svo máttfarinn að í óefni stefnir.
Bernharð Hjaltalín, 14.10.2010 kl. 05:15
Enda þótt mér þyki það raunar ágætis hugmynd að miðbærinn sé ekki fullur af fullu fólki allar helgar langt frameftir morgni mígandi og ælandi í garða þeirra vesalinga sem enn er ekki búið að hrekja burt - er kannski grundvöllur til að velta upp nokkrum gnörrskum hugmyndum í stíl þeirra sem þú kemur upp með - grínsins vegna.
Mér datt í hug að kannski mætti t.d. hafa skipta gatnalýsingu yfir á daginn, þar er nefninlega mikið hægt að spara ef rétt er haldið á spöðunum.
Ragnar Kristján Gestsson, 14.10.2010 kl. 07:43
Ég er yfir mig ánægð með herra Jón.
Kaus hann, og sé ekki eftir 1.mínútu sem hann hefur starfað sem borgarstjóri. Ég er ekki endilega sammála þessu tiltekna máli, þ.e.a.s að banna að selja áfengi á veitingahúsum.
En ég hef aldrei áður verið 100000% sammála öllu sem aðrir flokkar hafa gert sem ég hef kosið.
Af hverju þarf jón að vera 100000% ?
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.