mannslíf hér og þar

Sjálfsagt hefur okkur Íslendingum þótt við vera fremri en þjóðir Latín Ameríku. En það hafa þær þó fram yfir okkur að meta mannslífið. Þarna hefur ekki verið horft í peninginn þó þetta væru "aðeins" 33 ómenntaðir námaverkamenn.

Mannslífum þarf að bjarga sama hver kostnaðurinn er.

Fjöldi karla og kvenna sjá ekki aðra færa leið út úr vanda sínum, en að taka líf sitt.

Ekki veit ég hversu margir hafa svipt sig lífi á þessu ári vegna vanda sem þeir hafa lent í, en gæti auðveldlega verið þessi tala. Ríkisstjórnin hins vegar hefur ekkert annað að gera við sinn tíma en sinna sínum gæluverkefnum.

Sennilega reynir Össur að halda sér vakandi meðan táknrænt grjótkast verður sett á svið í Palestínu. Kannski er Össur best geymdur fjarri ákvarðanatökum ríkisins og kannski hinir ráðherrarnir væru einnig best geymdir á Gaza.

 


mbl.is Öllum bjargað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara Øssur og hinir radherrarnir. Heldur tingheimur allur eins og hann leggur sig. Ta getum vid fengid heidarlegt folk til ad taka vid.

Larus (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 04:50

2 Smámynd: Hamarinn

Þarna kom í ljós hvað mannskepnan getur gert, með samstöðu og heilindum.

Íslendingar kunna það ekki.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband