Vér treystum okkar bræðrabönd

 Það eru ekki mörg bæjarfélög af sömu stærðargráðu og Blönduós sem geta státað af ráðherra og undir venjulegum kringumstæðum myndum við njóta þess. En því er ekki að heilsa.
 Ég vil þakka þeim Ásbirni og Gunnari Braga fyrir að hafa þó séð sóma sinn í að veita okkur stuðning. Af tæplega 900 manna byggðarlagi er það stórt hlutfall þegar 300 manns mæta í kröfugöngu til að mótmæla niðurskurði í atvinnumálum.
 Á sl 10 árum hefur íbúum fækkað þrátt fyrir sameiningu við Engihlíðarhrepp. Fólksfækkun er orðin það mikil að fyrirtæki hafa lagt hér upp laupana vegna þess hve markaðurinn er orðinn of lítill. Fyrirtæki í eigu heimamanna eru hverfandi og má þar nefna þær takmarkanir sem hafa verið á fjármagni frá bönkum til fyrirtækja og heimila á landsbyggðinni.
 Því er okkur sem hér búum nauðsynlegt að hafa þær opinberu stofnanir sem hér eru og helst að þeim verði fjölgað. Þær tvær opinberu stofnanir sem hér eru bjóða fyrst og fremst uppá kvennastörf.
Ég vil enda þetta með ljóði eftir gamlan nágranna minn Frímann Einarsson:
Frá alda nauð vor andi sté,
vor augu fengu sýn.
Vér byggðum traust og voldug vé
sem varðstöð mín og þín.
Vér treystum okkar bræðrabönd
og brýndum andans hjör,
vér tengdum saman hug og hönd
og hófum sigurför.
Nú ægir þeim, sem unna oss lítt,
en eiga gullsins mátt.
Vort andrúm hátt - til veggja vítt
og vorsins heiðið blátt.

mbl.is Er til í að milda áhrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband