9.10.2010 | 04:25
jákvætt starf
Það hefur oft verið sagt að þegar þrengir að, sjúkdómar og veikindi leggist á ættingja og vini eða dauðinn kveðji að dyrum, öðlist argasti trúleysingi trú.
Þetta er svo sem ekki óeðlilegt, trúleysi er líka trú, því trúleysingjar trúa því að ekki sé til æðri vera (verur).
Ég þekkti eitt sinn róttækan kommúnista, sem hafði talið sér trú um að hann væri trúleysingi, reyndar var hans trú mun jarðbundnari, þar sem hans guð var Stalín. Þegar hann eltist og styttist í hið óhjákvæmilega breyttust þessar skoðanir hans og hann öðlaðist trú bað á hverjum degi guð að fyrirgefa sér og veita sér vist. Þetta var reyndar útúrdúr en ekki eindæmi.
Nú þegar stendur fyrir dyrum enn ein hrina uppsagnahótanna hjá ríkinu og hópast fólk því í bæn og spyr "guð því hefur þú yfirgefið mig".
Fjölmiðlar ættu að sýna þessu fólki og lesendum sínum hvernig hægt er að ganga aftur til liðs við kirkjuna.
Fólk sækir í trúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já er það ekk, snúa sér að Galdrastofnun ríkisins; Fara í Galdrahúsið og hlusta á Galdrameistara ríkisins segja sögur um master of the universe og ást hans á öllum sem tilbiðja hann.
Í vitrænum heimi yrði Galdrastofnunin lögð niður, þær þúsundir milljóna sem í hana fóru yrðu notaðar í gagnlegry hluti, eins og heilbrigðiskerfið
DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.