Það eru fleiri en eyðsluseggir í vanda

Það geta ýmsar ástæður verið fyrir því að einstaklingar komast í þrot.

Það er ekki heldur allir sem hafa skuldsett sig á eyðslufylleríi.

Sumir hafa einfaldlega misst vinnuna, tekjur lækkað verulega, veikst alvarlega eða lent í öðrum ófyrirsjáanlegum útgjöldum sem hafa valdið því að allt greiðslumynstur hefur riðlast.

Nú er nær eingöngu horft til þeirra sem í eyðslugleði sinni á uppgangstímum tóku lán til að fjármagna enn meiri eyðslu. En þeir sem ekki tóku þátt í gleðinni en af kannski ofangreindum orsökum hafa lent í hremmingum verða útundan vegna þess að eiginfjárhlutfall þeirra er jákvætt.

Ríkið var árið 2008 með góða lausafjárstöðu á sama tíma og þjóðin var á kafi í eyðslufylleríinu, búin að eyða launum næstu mánaða fyrirfram í kortanotkun og yfirdrátturinn fullnýttur.

Er það kannski þetta fólk sem er nú í fremsturöð í mótmælunum, en hinir standa aftar og segja með sér að það er nú ekki alveg eins svart hjá mér.


mbl.is Vilja skoða eftirgjöf skattaskulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband