27.9.2010 | 18:17
ESB og veiðkvótinn
ég vil nú benda á það að þegar nýjar auðlindir finnast í efnahagslögsögu landa þá er ekki spurt hver reynslan væri.
Ef frændum okkar Norðmönnum, finnst við vera frekir til veiða innan efnahagslögsögu okkar, væri hægt að benda þeim á að þeir höfðu enga olíuvinnslu reynslu þegar olía fannst á þeirra svæði, og ættu því ekki rétt á olíunni heldur Bretar.
Og þegar þeir sömdu við Rússa um Svalbarðseyjar og veiðiréttindi í Barentshafi var það sjálftaka á almennu hafsvæði en ekki landfræðilegur réttur.
Og hvaðan hefur ESB komið réttur til veiða á makríl. Er ESB strandríki, eða fiskveiðiþjóð eða eru þetta veiðiréttindi sem þeir hafa náð til sín af þeim ríkjum sem hafa myndað Efnahagssambandið og verður farið með okkar auðævi sem sameiginleg auðævi ESB þjóða ef við göngum þar inn.
ESB lætur hart mæta hörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað eigum við ekki að hlusta á þetta bull! Meðan hann er innan okkar lögsugu er ekkert ólöglegt í gangi! En ef makrílinn tæki upp á því að leita á önnur mið og úr okkar lögsögu myndum við auðvitað stoppa veiðar eins og skynsamt fólk og fara eftir reglum..Allavega hef ekki trú á öðru!
Ingi, 27.9.2010 kl. 18:43
ESB er ekki þjóðríki (var nýlega synjað um þá innan SÞ) og er þar af leiðandi ekki aðili að alþjóðlega hafréttarsáttmálanum.
Þetta er svona svipað og ef við færum að skipa Brüssel fyrir verkum, sem erum ekki einu sinni aðilar að Evrópusambandinu (ennþá og vonandi aldrei).
Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2010 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.