24.9.2010 | 08:47
Rannsóknarnefnd
Störf ríkisstjórnar Heilagrar Jóhönnu og Steingríms Þingeyings, mætti alveg skoða á sama hátt og störf fyrri stjórnar.
Það væri tildæmis hægt að setja á laggirnar nefnd undir forystu Birgis Ármannssonar og kanna störf núverandi ríkisstjórnar.
Það væri líka hægt að skipa í sannleiksnefnd sem skoðar (glæpsamleg)störf núverandi ríkisstjórnar, hvort hún hafi látið undir höfuð leggjast að bjarga heimilum og fólki í landinu frá örebyrgð.
Það mætti einnig kanna hvort misskipting gæða hafi ekki enn aukist, en núna löglega.
Það ætti sérstaklega að rannsaka, hvort Jóhanna og Steingrímur, hafi eða hafi mátt vita, og hvort þau hafi upplýst alla hlutaðeigandi og hvort þau hafi tekið ranga ákvörðun með því að boða til kosninga í stað þess að bregðast við vandanum og þá sérstaklega Steingrím sem vissi allt um það hvernig bregðast ætti við, áður en hann varð ráðherra.
Alvarleiki draup af andlitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Óskar Sigurðsson, 24.9.2010 kl. 09:00
Ekki má heldur gleima icesave gjörningnum, aðgerðarleysi og jafnvel tafir við atvinnuuppbyggingu og stöðunni sem stjórnvöld hafa tekið með fjármagnseigendum gegn lánþegum.
Gunnar Heiðarsson, 24.9.2010 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.