Tvær tengdamæður, eru tveimur of mikið

Kona sem ég þekki grunaði mann sinn um framhjáhald. Eitt sinn er hann var staddur erlendis ákvað hún að kanna á hótelinu hvort hann væri þar einn skráður inn eða fleiri.

Hún hringdi í hótelið og spurðist fyrir um það hvort viðkomandi væri á hótelinu, en var tjáð að ekki mætti gefa upp hverjir gistu þar.

Konan dó ekki ráðalaus og hringdi aftur og bað um samband við frú Magnússon og var samstundis gefið samband við eiginmann sinn.

Og hver er svo lærdómurinn af þessari sögu ?

Gistu ekki á því hóteli sem þú gistir venjulega ef þú þarft að fela framhjáhald.

Eða ekki stæra þig af því á Facebook að þú eigir of margar tengdamæður


mbl.is Tvíkvæni upplýst á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband