J´accuse: Íslensk stjórnvöld

Einhvernvegin finnst mér eins og tíma þingmanna væri betur varið í eitthvað sem máli skiptir fyrir þjóðina í landinu.

Fyrir börn sem alast upp við skerta möguleika til náms og tómstunda, vegna atvinnuleysis foreldra.

Fyrir ungt fólk sem hefur verið að berjast fyrir því að eignast þak yfir höfuðið og hefur lagt allt sitt, vinnu, peninga og tíma, í að skapa sér framtíð og eru búin að missa allt sitt eða í þann veg að missa það.

Fyrir einstæða foreldra, sem vita ekki hvort þau eigi fyrir mat í næstu máltíð eða hvort þau geti endurnýjað gömlu flík barnsins eða greitt fyrir tómstundastarf þess, þannig að börnin geti tekið þátt í leik og starfi jafnaldra sinna.

Fyrir hjón, sem sjá ekkert framundan annað en svartnætti.

Fyrir foreldra sem skammast sín fyrir að geta ekki veitt börnum sínum þau lífsskilyrði sem önnur börn í vinahópnum fá.

Fyrir atvinnuleysingjana sem eru niðurlægðir og félagslega einangraðir.

Fyrir afa og ömmur sem jafnvel nota síðustu aurana sína til að geta gaukað einhverju að barnabörnunum sínum.

Fyrir gamlafólkið í landinu sem ekki skilur af hverju það geti ekki lifað af ævisparnaði sínum og framlagi sínu til þjóðfélagsins í áratugi.

Fyrir sjúklinga sem liggja veikburða, heima hjá sér eða á stofnunum og fá ekki skilið hvers vegna búið er að skera niður alla þjónustu við þá.

Fyrir syrgjendur sem lenda í skuldaklafa þegar náinn ættingi fellur frá.

ég ákæri: Alþingi og Alþingismenn fyrir að sinna ekki fólkinu í landinu


mbl.is Kosið um hvern og einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband