Borg óttans, Babýlon

Þingmannanefndi undir stjórn Atla, vann gott verk og skilaði af sér góðri skýrslu.

  Það er ekki þarmeð sagt að allir þurfi að hafa sömu skoðun á niðurstöðum hennar. Vissulega getur verið erfitt að dæma í málum sem ekki hafa nein fordæmi. Þetta mál þarf að klára og bera upp á Alþingi.

  Að hóta stjórnarslitum ef ekki verði farið að ósk formannsins, er vægast sagt barnalegt. Alþingismönnum er uppálagt að vera fulltrúar sinnar eigin skoðana og sýnir sig að skoðanir eru skiptar í öllum flokkum nema VG. Pólitískt uppgjör er ekki það sama og pólitísk réttarhöld.  

  Landsdóm hefði átt að leggja niður þar sem 105 ára saga sínir að hans hafi aldrei verið þörf. Þingmenn sem brjóta af sér eru víðast annarsstaðar sviptir þinghelgi og málum þeirra vísað til almennra dómstóla. Það er það réttarríki sem flest okkar vilja búa við. 

  Vinstri grænir hafa oftast verið í fararbroddi ef fordæma eigi meðferð sakamála á pólitískum grundvelli en hér virðast þeir ekki vera sömu skoðunar því nú hentar það þeim ekki.

  Verið sjálfum ykkur samkvæmir, líka þegar um pólitíska andstæðinga ykkar er að ræða.


mbl.is Gæti sofnað í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það hefur líka aldrei verið í sögu lands vors eins mikil einkavinavæðing og landráð eins og síðustu ár svo hefur heldur heilt bankakerfi ekki verið rænt innanfrá eins og gerðist og er að gerast enn!

Sigurður Haraldsson, 22.9.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - fyrir hrun voru það "eigendur" bankanna sem rændu þá innanfrá - ekki stjórnmálamenn. Þá bera að hundelta.

LG - vissulega eru þetta pólitísk réttarhöld - ef af verður - enda s´st það á því að þau sem ekkert hafa lagt af mörkum - Hreyfingin - og VG  frá stofnun vilja óskipt taka fjórmenningana af lífi.

VG er hinsvegar ekki til í rannsókn á hryðjuverkum núverani stjórnar - þar ræður VG för og sér ekkert nema hárréttar ákvarðannir og snilldarlausnir í hverju skrefi -

á sama tíma eru þúsundir fjölskyldna að fara á götuna og þúsundir fjölskyldna eru að lenda undir fátæktarmörkum eða komnar þangað.

Pólitík - vissulega - snúum okkur að því að knýja fram kosningar og hættum að eyða fé og tíma í þennan skrípaleik.

5 reyndustu dómarar Hæstaréttar nýtast betur í Hæstarétti en Landsdómi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ólafur er það virkilega skoðun þín að dómarar hæstaréttar séu enn með fólkinu í landinu en ekki komnir undir mafíuna sem hér öllu stjórnar?

Það var alþingi og ráðamanna þegar ákveðið var að selja bankana og síðan að fylgja því eftir hvernig það ferli færi fram hvað gerðu þau?

Að lokum auðvitað vitum við öll að þjófarnir ganga lausir með fullt rassgat af peningum sem þeir stálu úr kerfinu varðir af stjórnvöldum og dómskerfi en því miður er það ennþá þannig stjórnvöld og dómskerfi ver þá með kjafti og klóm en við almenningur verðum látin blæða og eins og þú lýsir þá er ástandið í þjóðfélaginu stór hættulegt.

Sigurður Haraldsson, 22.9.2010 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband