Gönguleiðin

var aðeins að velta fyrir mér þessari leið sem var farin, væri til í að sjá hana á korti. Ég átti heima í Reykjavík fyrir 30 árum síðan og átta mig því ekki  á þessari leið: Skólavörðustígur, Laugavegur, Austurstræti og Ingólfstorg. Var Bankastræti sleppt og var Laugarvegurinn genginn upp og niður og þá hvað langt upp eftir honum, eða var farin einhver hliðargata yfir á Hverfisgötu, hversvegna er hún þá ekki nefnd eða þá Kalkofnsvegur að Austurstræti. Gæti það kannski verið að blaðamaðurinn hafi aldrei komið í miðbæinn og haldi að Laugarvegurinn haldi áfram að Lækjargötu og viti því ekki að nafni Bakarabrekkunnar var breytt í Bankastræti sem tekur við á gatnamótunum Laugarvegur/Skólavörðustígur
mbl.is Fjöldi sýnir mannkærleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband