28.11.2011 | 13:15
ofdekruð í fýlukasti
Jóhanna hefur lýst vantrausti sínu á tvo starfandi ráðherra í ríkisstjórn hennar.
Það getur verið álitamál hvort ráðherra ákvarðanir samrýmist stjórnarsáttmálanum, en Jóhann hefur einnig breytt sinni stefnu og sett kúrsinn ákveðið á ESB aðild og aðildarviðræður þrátt fyrir að sáttmálinn hafi aðeins varðað könnunar viðræður.
Jóhanna líkist fordekraðri smástelpu í sandkassaleik, sem fer í fýlu ef aðrir snúast ekki um hana eins og hún vill.
Það hefst ekkert með frekju og yfirgangi.
Það skyldi þó ekki vera staðreyndin að Samfylkingin öll er í fýlu vegna þess að þjóðin stendur ekki við bak hennar, í þessu einkadekurmáli samfylkingarinnar.
![]() |
Ræða málefni Jóns og Huangs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2011 | 13:02
Jóhanna vs Merkel
Í upphafi var gert grín að Angelu Merkel hún sögð lummó, framkoma hennar og klæðaburður þóttu ekki í stíl við það sem gerðist í efstu lögum stjórnkerfisins.
Merkel er með bakgrunn í kommúnísku ríki þar sem miðstjórnunar spilling var í hávegum höfð.
En til þess eru vítin að varast þau. Með þessa reynslu í farteskinu gekk hún til samstarfs við CDU, þegar járntjöld kommúnista féllu. Það var gæfu spor fyrir hið nýja Þýskaland sem tók á sig byrðar sameinaðra þjóðar. Merkel er af gamlaskólanum þar sem hin hagsýna húsmóðir var miðja fjölskyldunnar og stýrði henni af þeim efnum sem til voru.
Nú sér hún að þrátt fyrir hagsýnina, eða vegna hennar, verði aðrar fjölskyldur í samfélaginu einnig að herða ólina og sýna fyrirhyggju.
Ekki held ég að Jóhanna sæki fyrirmyndir til Angelu Merkel eða Margrétar Thatcher sem kölluð hefur verið járnfrúin. En það væri svo sannarlega ekki leiðum að líkjast.
Jóhönnu mun hinsvegar allatíð vera minnst beiskrar konu og þess tíma sem aldrei kom (sem betur fer).
Hún líkist ekki heldur nöfnu sinni frá Orléans og heilagleikinn hennar aðeins háðyrði
![]() |
Vasarnir ekki ótæmandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2011 | 12:37
Jómfrúarferðin 1912
Á meðan Bretar og helstu fjármálablöð heimsins spá hruni í ríkjum ESB, heldur ríkisstjórn Ísland ótrauð áfram að koma Íslandi inn í þann Hrunadans.
Ríkisstjórnar meirihlutinn er það tæpur að maður hefði haldið að Jóhanna og samfylkingin myndu reyna að hægja á gífuryrðum um samstarfsmenn sína.
Staðan í ríkisstjórnarsamstarfinu er ámóta og var um áramótin 2008-9. Samfylkingin notar alltaf sömu taktana, byrjar að rægja niður samstarfsmenn sem upphaf að stjórnarslitum.
Ef fréttir Financial Times eru á rökum reistar, þá er aðildarumsóknin hrein fásinna.
Það má líkja þessu ferli á svipaðan hátt og jómfrúarferð Titanic 1912. Ríkisstjórnin fagnaði ferðinni með jómfrúnni, allt var látið líta sem glæsilegast út og ferðin var farin með lúðrablæstri og trumbuslætti.
En glamúrinn var aðeins á yfirborðinu, við stjórnvölinn var óhæfur kafteinn sem ekki lét sér segjast þó válynd veður væru í kortunum og tók ekki mark á samstarfsmönnum sem skynjuðu hættuna. En í lestinni við lélegan aðbúnað voru svo farþegar sem í engu réðu um örlög sín. Fólki hafði verið talin trú um að farið væri hið traustasta og almenningi til hagsbóta.
En á Íslandi voru hinsvegar áhafnarmeðlimir sem ekki vildu taka þátt í þessari glæfrasiglingu og farþegar sem stukku frá borði í stað þess að bíða örlaga sinna á varasömu Norður-Atlantshafinu.
Þrátt fyrir að útlitið sé slæmt og veðurspár næstu daga séu slæmar, þá heldur kafteinninn ótrauður áfram á fullri ferð. Ekki hvarflar að henni eitt andartak að senda boð til vélstjórans um að hægja á vélinni eða jafnvel stöðva hana á meðan aðstæður verði kannaðar.
Fyrsti stýrimaður, situr á sama tíma íbygginn í brúnni. Hann veit að hvernig sem fer þá getur hann alltaf logið sig útúr ábyrgðinni og stuðningur bakhjarla hans breytist ekkert. Hann skal njóta ferðarinnar á meðan á henni stendur, það er ekki víst að annað tækifæri gefist.
Þessi nútíma Titanic ferð stefnir í sama hamfarslysið og ferðin sem farin var fyrir 100 árum.
Það getur ekkert bjargað fleyinu nema uppreisn um borð og stjórarnir annaðhvort kjöldregnir eð hengdir uppí hæsta reiða.
![]() |
Varað við mögulegu hruni evrusvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |