hvað er eðlilegt verð?

Í gær var ég að hlusta á þýska fréttastöð sem fjallaði um hækkun eldsneytisverðs.

Þar kom fram að olía væri komin upp í 1.53 evrur á meðan bensín væri á 1.50 evrur lítrinn.

Fréttaþulurinn bætti við að eðlilegur munur á verðlagi þessara eldsneytistegunda væri 23 cent, olíunni í vil.

Hérlendis hefur hinsvegar verið nánast sama verð á bensíni og díselolíu.

Hvað skýrir þennan mun hér og í Þýskalandi


mbl.is Dísilolían orðin 15 kr. hærri en bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er þannig að ef við tökum Texas light crude sem dæmi þá fæst úr einni tunnu 205 lítrum ca 68 lítrar af bensíni og ca 40 lítrar af diesel og svo auðvitað ýmsar aðrar afurðir eftir að notkun á diesel hefur aukist þá verða menn kannski fyrir því að það verður ákveðið umframframboð á bensíni sem veldu að það verður heldur ódýrara.

Einar Þór Strand, 18.11.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Einar Þór Strand: Sé útskýring þín hér að ofan rétt, þá ætti verðmunurinn líka að vera svipaður  í t.d. Þýzkalandi. En hér í Þýzkalandi og í öllum löndum í Evrópu (sem ég þekki til) er díselolían áberandi ódýrari en benzínið. Er þetta ekki bara enn eitt séríslenzkt fyrirbæri í viðbót við öll hin?

Sigurður Sigurðsson, 18.11.2011 kl. 10:10

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er skattlagningin sem er miklu lægri á diesel í Evrópu og vega umhverfisskattar þar þungt.

Einar Þór Strand, 18.11.2011 kl. 15:16

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Sem reyndar er skrítið því disel er ekki mikið umhverfisvænna en bensín.

Einar Þór Strand, 18.11.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband