fortíðarþrá

Það myndi gleðja marga gamla royalista ef við tækjum aftur upp samband við Danaríki.

Krónan okkar er í reynd afsprengi danska gjaldmiðilsins og bar framan af kórónu því til staðfestingar.

Mér hefur allatíð verið hlýtt til Dana og vildi af tveimur illum kostum frekar vera í samstarfi við Dani en Evrópubáknið.

 


mbl.is Hugsanlegt að taka upp danska krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er til marks um fáfræði íslendinga varðandi Evrópusambandið að fæstir þeirra vita að Danmörk, og þar að leiðandi danir eru búnir að vera í Evrópusambandinu síðan árið 1973.

Íslenska krónan var skild af á pari við dönsku krónuna árið 1918 (minnir mig). Í dag hefur íslenska krónan fallið um 99,95% síðan þá. Það er á þessum rúmlega 93 árum.

Jón Frímann Jónsson, 11.11.2011 kl. 12:35

2 identicon

Augnablik !

Þegar gjaldmiðilsbreytingin var 1. janúar 1981, þá var hún líka á pari við þá dönsku, en í dag ca 21,50.  Það er málið.

Kristinn (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðmundur Paul

Reyndar var það eftir 1944 sem við hættum að kórónu stimpla krónuna. og tengja hana dönsku krónunni

Ég er reyndar það vitlaus að ég taldi að flestir sem fjölluðu um ESB og Evruna vissu að aðrar Norðurlandaþjóðir nema Noregur eru innan ESB.

Aðeins Finnar hafa hinsvegar kastað gjaldmiðli sínum. Sem segir meira um Svía og Dani.

Lettar tengdu hinsvegar Lattan við Evruna og fóru ekki vel út úr því.

Gengi hvers gjaldmiðils stjórnast m.a. af réttu hlutfalli milli innflutnings og útflutnings og eyðslu innanlands.

Þannig getum við sem neytendur haft okkar áhrif á gengið, á meðan það er frjálst. Okkur bar hinsvegar ekki gæfa til að höndla frelsið þá frekar en endranær.

Við skulum bara þakka fyrir að ríkissjóður hafi ekki verið jafn skuldum hlaðinn og almennir þegnar landsins þegar bankakerfið hrundi.

Ef skuldir ríkissjóðs hefðu verið í sambærilegu hlutfalli við skuldir almennings, hefði jafnvel ekki Guð almáttugur getað bjargað okkur.

Fáfræði íslendinga snýst frekar um á hvaða gengi við ættum að taka upp annan gjaldmiðil og hvort við verðum þá ekki að eilífu föst í fátæktar gildru hvort heldur við tækjum hann upp á gengi Seðlabanka Ísland eða Evrópu.

Guðmundur Paul, 11.11.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband