var Davíð að stríða Þorvaldi?

Það er ekkert óljóst við ummæli Þorvaldar Gylfasonar.

Efnahags og viðskiptaráðherra getur ekki talið það léttvægt eða óljóst þegar "virtur" hagfræðingur,  prófessor og þar að auki formaður stjórnaskrárnefndar ríkisstjórnarinnar, haldi því fram opinberlega að Seðlabanki Íslands stundi peningaþvott.

Þetta mál þarf að rannsaka hið fyrsta, þó ekki með viðamikilli rannsóknarnefnd heldur beint sem sakamál.

Að fyrrum seðlabankastjóri, reyndar ónafngreindur, sé hafður fyrir þessu, segir meira um alvarleika málsins. Nema þá að Davíð Oddsson hafi verið að stríða Þorvaldi.

Þessi saga minnir á önnur mál sem kennd eru við frú Gróu á Leiti, sem vildi hafa ónafngreinda mektarmenn, fyrir sögum sínum en nafngreindi þá þó ekki.

 


mbl.is Seðlabankinn rannsaki óhreint fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Davíð?

Hún Gróa sagði nú reyndar að sá ónafngreindi væri af erlendu bergi brotinn.

Sel það ekki dýrara en hún gaf mér það...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðmundur Paul

„Fyrrverandi seðlabankastjóri sagði við mig í gær, að ein ástæðan til þess, að bankarnir starfa undir leyndarhjúp frekar en fyrir opnum tjöldum, sé sú, að mikið sé af óhreinu fé í umferð. Hann var að tala um Ísland. Mig langaði að segja við manninn: Hvers vegna ertu að hvísla þessu að mér? Hvers vegna skrifarðu ekki um þetta í blöðin?“ er haft eftir Þorvaldi á facebook síðu hans, en ekkert getið um þjóðerni.

Guðmundur Paul, 10.11.2011 kl. 18:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég ætti kannski að hringja í þann norska og spyrja hann nánar um þessi leyndar-mál Seðló? Ætli sumir færu ekki að ókyrrast í stólunum sínum, ef slíkar fréttir litu dagsins ljós á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband