"auk þess legg ég til að suðurnesjum verði eytt"

Enn ein birtingarmynd ástandsins í velferðarþjóðfélaginu. Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af kreppunni sem er þar þó djúpstæðari en annarstaðar á landinu.

Á meðan situr ríkisstjórnin að launráðum um framtíð landsins innan hagstjórnunar erlendra ríkja.

Ríkisstjórnin er skipuð sporgöngumönnum "hernámsandstæðinga" sem á sínum tíma áttu þá einu ósk að herinn færi.

Þegar herinn fór, glötuðust mörg atvinnutækifæri og margir misstu vinnuna.

Störfum hefur verið lofað á svæðinu, en ríkisstjórnin hefur gert allt sitt til að tefja og jafnvel hindra að þau komi til framkvæmda.

Gæti verið að núverandi ráðamenn hugsi líkt og Kató gamli: "auk þess legg ég til að Karþagó verði eytt." 


mbl.is Mikil neyð í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband