ESB, vinir í raun?

Jæja þá ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að við fáum lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, og í framhaldi að ganga inní ESB.

Þar sitja núna "vinir" okkar og fagna því að að afkomendur víkinganna og framtíðar afkomendur útrásarvíkinga komi skríðandi eins og lúbarðir hundar og sleiki vöndinn. Ætli þeir hlæi ekki að okkur sem beinum öllum okkar mótmælum að ríkisstjórninni og Davíð í stað þess að mótmæla "fjármála ofurhugunum" sem komu okkur í þessa klípu.

En getum við ekki kennt okkur sjálfum um hvernig er komið fyrir þjóðinni? Í góðærinu sem nú er liðið lagði ríkisstjórnin á það áherslu að greiða niður skuldir á meðan einstaklingar og fyrirtæki söfnuðu skuldum, hærri yfirdráttarlán, glæsilegri eignir, aukinn innflutning og ferðalög að ógleymdum 100% gjaldeyrislán sem notuð voru að hluta til aukinnar neyslu og tóku sér flugfar með einkaþotum auðkýfinganna.

Dóttir eins af fyrrverandi pólitísku sendiherranna, sagði að mikil spilling væri í stjórnmálum á Íslandi, ekki veit ég hvað satt er í því, en treysti því að hún tali af eigin reynslu og foreldranna sem eru af eðalkrata ættum og þekkja því vel til spillingar í stjórnkerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband